fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Inga Sæland sökuð um að fara með ósannindi í harðorðu myndbandi – „Æ, ekki þetta aftur“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 22:30

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, birti í dag myndband á Facebook síðu sinni þar sem hún kvartaði yfir því að fatlaðir einstaklingar ættu erfitt með að leggja í grennd við göngugötur í Reykjavík. Myndbandið er tekið á Laugavegi sem nú er göngugata að hluta, en þar var Inga ásamt fötluðum bróður sínum, en hún sagði að þau hefðu þurft að leggja bíl sínum langt  í burtu og ganga Laugaveginn til þess að komast á áfangastað.

Yfirskrift myndbands Ingu var: „Ömurlegt að horfa upp á hvernig komið er fram við fatlað fólk. Hreinlega ömurlegt og það í boði Dags B. Eggertssonar og fylgitungla hans,“ Auk þess minnir hún á að sífellt styttist í borgarstjórnarkosningar og gefur til kynna að aðgengi fyrir fatlaða yrði betra væri Flokkur fólksins við völd.

Sökuð um að fara með ósannindi

Myndband Ingu hefur vakið mikla athygli, en nú hafa netverjar sagt að hún fari með ósannindi í því. Ástæðan er sú að í umferðarlögum kemur fram að fötluðum og hreyfihömluðum einstaklingum er heimilt að keyra um göngugötur. Í umferðarlögum sem tóku gildi í upphafi síðasta árs stendur:

„Umferð vélknúinna ökutækja um göngugötu er óheimil. Þó er umferð vélknúinna ökutækja akstursþjónustu fatlaðra, handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga heimil.“

„Inga Sæland lýgur því hún hafi þurft að leggja lengst í burtu þegar það er bílastæði beint fyrir framan þau,“ skrifaði ungur maður á samfélagsmiðlinum Twitter um myndbandið og bendir á umrædd umferðarlög.

„Ömurlegur popúlismi“

Fleiri gagnrýndu Ingu á Twitter. Veitingamaðurinn Ólafur Örn Ólafsson sagði til að mynda: Æ kræst – þarna rétt handan við hornið er merkt stæði fyrir fatlaða. Það er jafn langt frá því þaðan sem þetta myndband er tekið og úr merktu stæði á efri hæð Kringlunar og að innganginum í H&M og það er búið að gera mikla gangskör í að setja upp rampa um allt í miðbænum,“

Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Seltjarnarnesi, tók undir orð Ólafs og skrifaði einfaldlega: „Ömurlegur popúlismi.“

Þónokkrir bentu á að Inga virðist einungis leyfa Facebook-vinum sínum að skrifa athugasemdir við myndbandið og gefur fólk til kynna að þar með sé hún að sjá til þess að enginn bendi á þessi umferðarlögin. Þegar athugasemdir við færslu Ingu eru skoðaðar virðist sem allir sem láta orð falla taki undir orð hennar og sýni henni stuðning.

Hringbraut.is skrifaði fyrr í dag frétt um myndbandið en í athugasemdakerfinu fyrir neðan þá grein má bæði sjá fólk gagnrýna fyrirkomulag göngugatna í Reykjavík og einnig benda á umferðarlögin. Þar skrifaði til að mynda einn netverji:

„Æ, ekki þetta aftur. Það er margbúið að fara yfir þetta. Fólk með P merki má fara þarna um og jafnvel leggja bílum sínum. […] Og Inga er búin að loka á komment á videoið sjálft svo ekki ver hún til í samtal um þetta og aðeins komment sem eru henni sammála fá að standa eftir. Klassi.“

Hér má sjá myndband Ingu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun