fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. október 2021 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur ákveðið að taka lítillega upp hanskann fyrir Birgi Þórarinsson, þingmann Sjálfstæðisflokks en sá síðarnefndi hefur mætt harðri gagnrýni undanfarna daga eftir að hann sagði sig úr Miðflokknum nánast um leið og hann fékk kjörbréf sitt sem þingmaður í hendurnar.

Björn segist hafa unnið með Birgi í fjárlaganefnd á síðasta kjörtímabili og hafi spjallað við hann vegna ýmissa mála. Þeir séu að vísu efnislega ósammála í flestu en engu að síður vill Björn nú taka upp hanskann fyrir Birgi. „Ég er auðvitað efnislega ósammála honum í vel flestum málum en ætla þó aðeins að taka upp hanskann fyrir hann hérna. Rosalega lítið samt,“ skrifar Björn á Facebook.

Hann segir ljóst að Birgir hefði átt að hætta í Miðflokknum á síðasta kjörtímabili í kjölfar Klaustursmálsins. En engu að síður hafi hann fullan rétt á því að hætta núna.

„Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna líka og tilefnið á alveg jafn mikið við og áður – það safnast þegar saman kemur.“

Vísar Björn til orða Birgis í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem Birgir sagði:

„Ég er búinn að leggja mig fram og við Erna lögðum okkur verulega fram í þessari kosningabaráttu og höfðum við ekki haft góða frambjóðendur og aðstoðarfólk í Suðurkjördæmi og náð þeim árangri sem þar náðist er ég ekki viss um að flokkurinn hefði náð inn á þing.“

Í viðtalinu benti Birgir jafnvel á það að eftir að hann gagnrýndi samflokksmenn sína og formann fyrir framgöngu þeirra á barnum Klaustri hafi hann lent nánast í einelti innan flokksins og margíhugað að segja skilið við Miðflokkinn. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið tölvupóstur sem Birgir fékk fimm dögum fyrir kosningar og ákvað Birgir þá að hætta en taldi betra fyrir flokkinn ef hann biði fram yfir kjördag.

Björn segir að það sé önnur leið til að túlka hátterni Birgis en flestir hafa gert núna. Í stað þess að tala um svik við kjósendur er hægt að líta á þetta sem tilraun Birgis til að hjálpa Miðflokknum að ná árangri í kosningum, áður en hann hætti.

„Í stað þess að segja bara nei, hingað og ekki lengra þá tekur hann sjálfhverfa ákvörðun um að halda þessu frá kjósendum og hjálpa miðflokknum að ná þingsætum. Það þurfti ekki nema um það bil 1300 færri atkvæði á landsvísu til þess að flokkurinn væri undir 5% þröskuldinum (eins fáránlegur og sá þröskuldur er samt). Það munaði ekki nema 7 atkvæðum að Birgir væri ekki kjördæmakjörinn, sem dæmi.“ 

Björn sér fyrir sér að þrautaganga Birgis innan Miðflokks hafi verið löng og það sé skiljanlegt að hann hafi ákveðið að segja skilið við flokkinn.

„Þetta hefur sem sagt verið löng ganga þar sem Birgir hefur haft hvert tækifærið á fætur öðru til þess að stíga út úr þessari þrautagöngu. Að stíga frá loksins núna er alveg skiljanlegt – en það væri margt annað mun skiljanlegra í þessu ef hann hefði stigið frá fyrr og miklu skiljanlegra ef hinir í Miðflokknum hefðu frekar stigið frá auðvitað.“

Þar með lýkur Björn máli sínu og leggur frá sér hanskann sem hann tók upp fyrir Birgi. Minnir hann að lokum á að það séu Klaustursmenn sem beri ábyrgðina í þessu máli.

„Þarna er sem sagt hanskinn sem ég tek upp í þessu máli. Auðvitað er það ekki Birgir sem á að þurfa að segja sig frá Miðflokknum og kjósendum hans í Suðurkjördæmi, ábyrgðin á öllu þessu veseni liggur hjá _gerendunum_ í þessu máli.

Hér með hef ég lokið því að halda á einhverjum hanska og hendi honum bara aftur í gólfið því þó réttur fólks til þess að haga sér svona er alveg skýr þá þarf fólk líka að axla ábyrgð á verkum sínum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus