fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 08:00

Háir tollar eru lagðir á innflutt blómkál.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum vikum hefur verið mikill skortur á blómkáli og spergilkáli í verslunum. Ástæðan er að háir innflutningstollar eru lagðir á þessar vörur. Innlendir dreifingaraðilar hafa fengið undir 10% af pöntunum sínum á blómkáli og spergilkáli á síðustu vikum og sellerí hefur verið ófáanlegt. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir kerfið galið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að frá 15. ágúst til 15. október  er lagður 30% verðtollur á blómkál og sellerí. Frá 1. júlí til 15. október er sami tollur lagður á spergilkál. Að auki er fastur verðtollur 176 krónur á kíló, lagður á blómkál og spergilkál og 276 krónur á sellerí. Þetta hefur í för með sér að innkaupsverðið á þessum vörum getur tvö til þrefaldast.

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu og ætti að heyra fortíðinni til. Þetta gagnast hvorki bændum né neytendum. Það þarf að stokka upp allt þetta kerfi og styðja bændur með beinum styrkjum í stað þess að verja þá innan einhverra tollmúra þar sem þeir lepja dauðann úr skel. Það hefur sýnt sig að þetta kerfi virkar ekki. Kerfið býr til vöruskort. Þá gefur augaleið að það er gallað,“ hefur Morgunblaðið eftir Breka.

Hann sagði að frekar eigi að styðja bændur til nýsköpunar en með því kæmust þeir í beint samband við neytendur og myndu skynja betur hvað þeir vilja. „Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu, treysta því að neytendur velji þeirra framleiðslu. Sagan sýnir að þeim er treystandi. Þannig myndi kerfið virka í raun,“ sagði hann einnig.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, sagði að Krónan hafi fundið vel fyrir þessum skorti. Svipuð staða hafi verið uppi á síðasta ári og þá hafi einnig orðið að flytja inn vörur frá útlöndum. Hún sagði að reynsla Krónunnar sé að neytendur séu reiðubúnir til að greiða hærra verð fyrir innlenda framleiðslu en erlenda og því telji Krónan að út frá hagsmunum innlendra framleiðenda sé óþarfi að leggja tolla á innflutt grænmeti. Það hafi sýnt sig með gúrkur og tómata. Hún sagði að háir innflutningstollar hækki verðið til neytenda. „Ég trúi ekki öðru en ný ríkisstjórn breyti þessu snarlega. Þessir tollar eru ekki neinum í hag, hvorki innlendum framleiðendum né neytendum hér á landi,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar