fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Eyjan

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“

Eyjan
Mánudaginn 11. október 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenyu Rún Taha Karim, varaþingmanni Pírata, er misboðið vegna skoðunar Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem kom fram í frétt Morgunblaðsins um kjörgagnaklúðrið í Norðvesturkjördæmi. Þar kom fram að Jóhann Páll teldi aðeins tvo valmöguleika í stöðunni, annarsvegar að það yrði uppkosning í Norðvesturkjördæmi eða lokatalningin yrði látið gilda.

Tvímenningarnir eru í ólíkri stöðu. Lenya Rún átti sæti á Alþingi víst samkvæmt niðurstöðum fyrri kosningarinnar en datt út í jöfnunarmannahringekjunni sem fór af stað þegar endurtalning var yfirstaðin. Jóhann Páll var hins vegar utan þings í fyrri kosningunni en datt inn á þing eftir endurtalninguna. Lenya Rún er í hópi þeirra sem hefur lagt fram kæru vegna endurtalningarinnar umtöluðu. Fer hún fram á það að ef ekki verði gerð uppkosning eða endurkosning þá muni fyrri talningin gilda.

Í viðtali við Morgunblaðið gefur Jóhann Páll lítið fyrir það að fyrri talningin geti gilt. „Mér sýn­ist, ef maður skoðar bæði lög­in um kosn­ing­ar til Alþing­is og horf­ir raun­sætt á póli­tísku stöðuna, að val­mögu­leik­arn­ir séu helst tveir. Annaðhvort verði farið í upp­kosn­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi – það er það sem lög­in gera ráð fyr­ir ef mis­brest­irn­ir eru svo mikl­ir að Alþingi telji að það eigi að ógilda kosn­ing­una – eða þá að loka­taln­ing­in, sem yf­ir­stjórn­in í Norðvest­ur skilaði af sér, gildi. Verk­efni kjör­bréfa­nefnd­ar sam­kvæmt þing­skap­a­lög­um er að rann­saka þau kjör­bréf sem gef­in hafa verið út og svo tek­ur Alþingi í heild af­stöðu til þess hvort þing­menn séu lög­lega kosn­ir, sam­an­ber 46. grein stjórn­ar­skrár.“

Jó­hann Páll sér því ekki flöt á að fyrri taln­ing í Norðvest­ur­kjör­dæmi verði lát­in gilda.

„Ég hef ekki séð skyn­sam­leg lagarök fyr­ir því að það verði tekið fram fyr­ir hend­ur yfir­kjör­stjórn­ar og töl­ur sem voru til­kynnt­ar fyrr í taln­ing­ar­ferl­inu í Norðvest­ur­kjör­dæmi látn­ar gilda, ég sé ekki að það geti orðið niðurstaðan.“

Ljóst er að Lenya Rún er afar ósátt við þessa skoðun Jóhanns Páls og telur hann ekki byrja þingferil sinn vel. „Þingmaður sem komst inn á seinni tölum í NV-kjördæmi sér bara tvennt í stöðunni: uppkosning eða seinni tölur. Seinni tölur byggja augljóslega á spilltum kjörgögnum – er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“