fbpx
Sunnudagur 25.júlí 2021
Eyjan

Íslenskir samsæriskenningasmiðir fara mikinn á samfélagsmiðlum eftir óeirðirnar – „Það verður þaggað niður“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir samsæriskenningasmiðir og áhugafólk um samfæriskenningar hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum í kjölfar óeirðanna í Washington DC á miðvikudagskvöld.

Samsæringarnir hafa birt þónokkrar færslur er varða mótmælin í Facebook-hópum sem snúast um stjórnmálaumræðu. Kenningarnar sem um ræðir eru í flestum tilfellum á þann veg að að fólkið sem stóð fyrir óeirðunum hafi í raun og veru ekki verið stuðningsfólk Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.

Donald Trump boðaði sjálfur til mótmælanna á Twitter nokkrum dögum áður, en þau hófust þar sem Trump ávarpaði stuðningsmenn sína við Hvíta húsið. Að ávarpinu loknu þrömmuðu mótmælendur að þinghúsinu þar sem þeir loks ruddu sér leið fram hjá girðingu lögreglu. Um klukkustund síðar birtust myndir af fólki í stólum Nancy Pelosi, forseta neðri deildarinnar, og Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í þinghúsinu. Miklar skemmdir voru unnar á húsinu og munum stolið.

„Það verður þaggað niður“

Íslensku samsæriskenningasmiðirnir hafa haldið því fram að fólkið sem mótmælti hafi verið á vegum annaðhvort Black Lives Matter-hreyfingarnar (BLM), sem berst gegn kynþáttamisrétti, eða hreyfingar andfasista (e. ANTIFA), sem berst gegn fasisma. Innan beggja hreyfinga hefur Trump verið harðlega gagnrýndur. Í samsæriskenningunum er því haldið fram efnt hafi verið til  óeirðanna til að koma höggi á Trump.

Í mörgum tilfellum hafa einstaklingar svarað og gagnrýnt að þessum kenningum sé slegið upp. Þeir sem svara leiðrétta oft eða benda á staðreyndir sem fara þvert á samsæriskenningarnar.

Í þeirri samsæriskenningafærslu sem vakti hvað mesta athygli sagði:

„Það var ANTIFA og BLM sem skipulögðu atburðina í Washington í dag, en það verður þaggað niður.

En hvað um það ,,,,, til hamingju með Marxíska útópíu undir forystu Bejing Biden. Nú verður allt svo dásamlegt… bullandi jafnrétti og bræðralag, meðan rasistarnir fá fyrir ferðina.

Ætlaði að setja fallegt hjartameme hérna ,,,, en ég gubbaði lyklaborðið.“

Í kommentakerfinu sýndu nokkrir fram á að það væri ansi hæpið að þessar fullyrðingar gengju upp í ljósi þess að stór hluti þeirra sem tóku þátt í óeirðunum hafa verið nafngreindir og er þekkt stuðningsfólk Trumps.

Taldi FBI vera á bak við mótmælanda

Í öðrum Facebook-hópi benti einn samsæringur á að einn óeirðarseggjanna sem var hvað mest áberandi á miðvikudag hafi áður sést á mótmælum Black Lives Matter. Líklega sáu margir myndir og myndskeið af umræddum einstaklingi, en hann var skeggjaður, með andlitsmálningu og klæddur í loðfeld. Samsæringurinn spurði hvort Bandaríska alríkislögreglan (FBI) ætti hlut í máli.

Þessu var svarað með því að sýna fram á að hann hafi ekki verið á mótmælum BLM til að mótmæla, heldur til að eyðileggja fyrir mótmælendum. Það verður einnig að teljast ansi ólíklegt að FBI hafi verið mann á vettvangi og hvað þá að hann hafi verið svona áberandi.

Undir þeirri færslu fóru margir að deila samsæriskenningamyndböndum af YouTube og öðrum síðum, þar sem að misjöfnum hlutum var haldið fram varðandi mótmælin.

Samsæriskenningakóngur Íslands tók þátt

Einn þekktasti samsæringur landsins, Axel Pétur Axelsson, sem bauð sig fram til forseta síðasta sumar, hefur verið duglegur að deila færslum á Facebook-síðu sinni er varða málið. Hann hefur gefið í skyn að „djúpa ríkið“ hafi skipulagt óeirðirnar og um valdarán hafi verið að ræða. Þá hefur hann furðað sig á því hversu rólega lögregla tók á málum, en hann telur að hefðu óeirðirnar verið „raunverulegar“ þá hefði ofbeldið verið meira.

Axel Pétur hefur þó einnig slegið á léttar nótur og gert grín af því hversu slök öryggisgæslan virðist hafa verið í Bandaríkjaþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín segir að meta þurfi stöðuna vegna kórónuveirufaraldursins upp á nýtt

Katrín segir að meta þurfi stöðuna vegna kórónuveirufaraldursins upp á nýtt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Myndin af slagsmálunum vekur úlfúð: Maðurinn sagður „skúrkalegur“ fyrir að bregðast ekki við – „Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“

Myndin af slagsmálunum vekur úlfúð: Maðurinn sagður „skúrkalegur“ fyrir að bregðast ekki við – „Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kostnaður við nýja Landspítalann 16,3 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir

Kostnaður við nýja Landspítalann 16,3 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru ástæðurnar fyrir vinsældum Katrínar, að mati Ole – Segir að vinsældir séu ekki alltaf af hinu góða

Þetta eru ástæðurnar fyrir vinsældum Katrínar, að mati Ole – Segir að vinsældir séu ekki alltaf af hinu góða