fbpx
Sunnudagur 25.júlí 2021
Eyjan

Leiðari Moggans vekur úlfúð – „Enginn sætt öðru eins einelti og Trump“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 13:30

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari Morgunblaðs dagsins í dag hefur vakið býsna hörð viðbrögð í netheimum. Leiðarinn er sem áður nafnlaus. Í honum segir höfundur það óumdeilt að Trump gangi „ekki á öllum,“ og það ljóst að enginn forseti á síðari tímum hafi sætt „öðru eins einelti og Trump sætti í sinni tíð.“

Ekkert er minnst á blóðug mótmæli sem áttu sér stað í gær sem vekur enn meiri furðu en vel kann að vera að leiðarinn hafi verið skrifaður áður en atburðirnir áttu sér stað í gærkvöldi. Þá er vísað til kosninganna í Georgíu og því haldið fram að lítill möguleiki sé á því að Repúblikanar sigri annað sætið af tveimur sem kosið var um í fyrradag. Hið rétta er auðvitað að Demókratar sigruðu bæði sætin. Það lá fyrir örfáum klukkutímum eftir að óeirðaseggir brutust inn í þinghúsið í gær.

Höfundur rifjar þá upp að Demókratar töpuðu vissulega mörgum þingsætum í neðri deildinni, þó þeir hafi vissulega haldið meirihluta þar. „Við þetta bætist að aldrei í sögu Bandaríkjanna hefur veikari forseti komið nýr í Hvíta húsið. Hann var, svo sem frægt er, geymdur í kjallaranum heima hjá sér næstum alla kosningabaráttuna, en rækilega studdur af bandaríska fjölmiðlaveldinu sem lét sér nægja að fá sendar spurningar til frambjóðandans frá umsjónarmönnum hans og sitja svo „hugfangnir“ fyrir framan hann þegar Joe las svörin af spjöldum sem ekki var endilega ljóst hvort hann hefði haft nokkuð með að gera,“ skrifar þá höfundurinn nafnlausi, og vísar til þess að Biden eyddi stórum hluta af kosningabaráttunni á heimili sínu í Delaware á meðan Trump hélt risastóra og fjölmenna stuðningsmannafundi. Trump gagnrýndi Biden fyrir þetta og sagði hann „fela sig í kjallaranum“ heima hjá sér.

Leiðarahöfundur rifjar þá upp örlög fyrri forseta sem hafa merkilegt nokk oft á síðustu áratugum verið sambærileg þeim sem nú blasa við Donald Trump og Repúblikanaflokknum. Leiðarahöfundurinn kemur þó fyrri forsetum til varnar og bendir á að keppinautar þeirra voru, að mati leiðarahöfundar, umtalsvert sterkari en Joe Biden.

En Trump átti við Joe Biden, sem er varla umdeilt að gengur „ekki á öllum,“ og var því geymdur í kjallaranum ásamt öðru því sem passaði ekki í stássstofurnar uppi. Það er ekki góð einkunn fyrir Trump að hafa ekki ráðið við það. En hans menn geta bent á að enginn forseti á síðari tímum hefur sætt öðru eins einelti og Trump sætti í sinni tíð. Nær allt kjörtímabilið var sveit sérstaks saksóknara með tugi saksóknara og rannsakenda að fara yfir ásakanir um að Rússar hefðu séð til að Trump ynni kosningarnar 2016.

Allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna fylgdu þessari dellu eftir eins og þeir vissu sjálfir ekkert í sinn haus. Það var einnig eftirtektarvert að evrópskir fjölmiðlar töldu allan þennan tíma að þarna væri verið að fjalla um alvöru mál, og það jafnvel risavaxið mál og urðu því sér til minnkunar eins og starfssystkinin vestra.

En það hefur sjálfsagt orðið huggunarríkt fyrir Trump í harmi hans að Gallup birti niðurstöður könnunar sinnar í gær sem sýndi að hann, Donald Trump, væri á þessari stundu dáðasti maður Bandaríkjanna. Obama kom næstur á eftir Trump og sá þriðji í kjallara þessarar mælingar var nýkjörni forsetinn, Joe Biden. Sko hann.

Leiðarinn hefur sem fyrr segir vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Sagði Helgi Seljan, fréttamaður á RUV til að mynda að leiðarinn „hefði alveg mátt við tæknifeil í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biggi lögga og Hafnfirðingar berjast gegn undirförlum áætlunum Reykjavíkurborgar – „Þetta hlýtur að hafa verið einhver fljótfærni hjá þeim“

Biggi lögga og Hafnfirðingar berjast gegn undirförlum áætlunum Reykjavíkurborgar – „Þetta hlýtur að hafa verið einhver fljótfærni hjá þeim“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Átu Vinstri grænir skít?

Átu Vinstri grænir skít?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru meðallaun á Íslandi – Hvernig stendur þú í samanburði við aðra?

Þetta eru meðallaun á Íslandi – Hvernig stendur þú í samanburði við aðra?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Óvæntar vendingar í gistileyfastríðinu í Borgarbyggð – Sveitarstjórn réttir fram sáttahönd

Óvæntar vendingar í gistileyfastríðinu í Borgarbyggð – Sveitarstjórn réttir fram sáttahönd
Eyjan
Fyrir 1 viku
Eign fyrir alla