Föstudagur 05.mars 2021
Eyjan

Sara þreytt og komin með nóg – „Það er búið að rífa göt í öryggisnetið“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skrifaði í dag pistil á Vísi, sem hluta af herferðinni „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Pistilinn titlar hún „Þreytt og komin með nóg“.

„Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta.“ skrifar Sara og skýtur á stjórnvöld.

25% stúdenta telja að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi

Sara og margir stúdentar hafa þurft að forgangsraða vinnu yfir nám bara til að hafa efni á því að stunda nám. „Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna.“

Sara veltir því fyrir sér hvernig það standi á þessu, þegar stúdentar geta sótt um hjá lánasjóði, og veltir því fyrir sér hvort sjóðurinn standi fyrir sínu.

„Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi.“

Ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið

Sara endar pistilinn á kraftmiklum orðum:

„Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið. Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski.

Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gerir upp ævintýralegt kjörtímabil – „Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi“

Gerir upp ævintýralegt kjörtímabil – „Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mannlíf veldur usla hjá Pírötum – „Flokksbróðir þinn er nauðgari og flóttamaður“

Mannlíf veldur usla hjá Pírötum – „Flokksbróðir þinn er nauðgari og flóttamaður“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólga hjá fjölmiðlum í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi blandar sér í málið – „Ekki nota Olgu og hennar lífsviðurværi sem svipu!“

Ólga hjá fjölmiðlum í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi blandar sér í málið – „Ekki nota Olgu og hennar lífsviðurværi sem svipu!“