fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Eyjan

Hannes óttast að Íslendingar verði lokaðir inni líkt og í Aust­ur-Þýskalandi – „Hef ég drepið mann?“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 2. janúar 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, gagnrýnir íslensk stjórnvöld vegna þess hve lítið af bóluefni mun koma til lands snemma árs 2021, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu, sem ber titillinn Hef ég drepið mann?

Hannes líkir málinu við Icesave, en byrjar þó að vísa í skáldsögu nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, Íslandsklukku.

„Oft­ast er ágrein­ing­ur í stjórn­mál­um þess eðlis, að ekki verður með fullri vissu úr hon­um skorið, enda er lífið und­ir­orpið óvissu. Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? spurði Jón Hreggviðsson. Eng­inn vissi með fullri vissu, hvað hafði gerst, þegar Sig­urður böðull sálaðist. Þó eru til mál, sem at­vik­in hafa hagað því svo, að unnt er að skera úr um þau. Eitt þeirra er Icesave-málið. Strax og ljóst varð, að þjóðin myndi fella samn­ing Svavars Gests­son­ar, buðu Bret­ar miklu betri kjör, þótt niðurstaðan yrði að lok­um sú, sem við höfðum nokk­ur haldið fram all­an tím­ann, að það hefði ekki verið um neitt að semja, því að ís­lenska ríkið hefði ekki borið ábyrgð á viðskipt­um einkaaðila. Samn­ing­ur Svavars var eins og Sig­urður Már Jóns­son sagði í fróðlegri bók sinni um málið „af­leik­ur ald­ar­inn­ar“. Sam­an­b­urður­inn á samn­ingi Svavars og síðan þeim, sem Lee Buchheit gerði, nægði til að skera úr um málið. Við hefðum sparað okk­ur hundruð millj­óna í vexti með samn­ingi Buchheits, svo að ekki sé minnst á allt annað. Hér voru mis­tök­in mæl­an­leg: Tveir samn­inga­menn, tvær niður­stöður.“

Að mati Hannesar er bóluefnamálið jafn skýrt. Hann segir að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi beðið eftir Evrópusambandinu, en hann hefði viljað sjá hana nýta sér einkaaðila.

Hannes segir að í Icesave-málinu hefðu Íslendingar endað í skuldafangelsi, en hann heldur því fram að nú verði afleiðinginn innilokun sem minni á Aust­ur-Þýskaland, þar sem að fyrirtæki fara á hausin og fólk smitist og deyi.

„Nú er því miður komið til sögu annað dæmi jafn­skýrt. Það eru samn­ing­ar ís­lenskra stjórn­valda um bólu­efni vegna veirufar­ald­urs­ins, sem gengið hef­ur um heim­inn. Svo virðist sem Íslend­ing­ar fái ekki nægt bólu­efni fyrr en seint á ár­inu. Stjórn­völd hafa leikið stór­kost­lega af sér. Heil­brigðisráðherra tók aðeins núm­er á biðstofu Evr­ópu­sam­bands­ins og ætlaði að bíða þar auðsveip eft­ir því, að nafn Íslands yrði kallað upp. Hún virðist ekki haft áhuga á að nýta sér einkaaðila, sem voru boðnir og bún­ir til aðstoðar. Þegar þetta er skrifað, á síðasta degi árs­ins 2020, hafa Ísra­els­menn hins veg­ar þegar bólu­sett fleira fólk en Íslend­ing­ar eru í fyrri um­ferð. Hvað höfðu samn­inga­menn þeirra, sem samn­inga­menn Íslend­inga höfðu ekki? Hér eru mis­tök­in mæl­an­leg: Tvær þjóðir, tvær niður­stöður. Við höfðum öll skil­yrði til að losna úr þess­ari prísund á fyrstu mánuðum árs­ins 2021. Í Icesave-mál­inu átti að hneppa okk­ur í ára­tuga skuldafang­elsi. Nú á að loka okk­ur inni fram eft­ir ári eins og við vær­um í Aust­ur-Þýskalandi, og á meðan munu ein­hverj­ir deyja, aðrir smit­ast og fyr­ir­tæki fara í þrot. Það tókst að leiðrétta af­glöp­in í Icesave-mál­inu. Von­andi tekst það líka í Covid-19-mál­inu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna