fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þrettán ára fréttamenn yfirheyra formenn allra flokka – Flugbeittir spyrlar sem hlífa engum – Sjáðu myndböndin

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 25. september 2021 19:19

Meðlimir Fréttastofu áhugamanna um pólitík (FÁUP), þeir Arnmundur Sighvatsson, Úlfur Marinósson, Snorri Sindrason, Magnús Sigurður Jónasson, og Matthías Atlason. Á myndina vantar Atla Hjálmar Björnsson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttastofa áhugamanna um pólitík, eða FÁUP, hefur vakið athygli á síðustu árum en þar eru á ferð ungir drengir sem eru bæði vel að sér í íslenskri pólitík og flugbeittir spyrlar.

FÁUP er ekki síst athyglisverð þar sem fréttamennirnir eru aðeins 13 ára gamlir en fréttastofan var stofnuð árið 2018 og stofnmeðlimir þá aðeins tíu ára gamlir.

Nú fyrir kosningarnar tóku þeir Atli Hjálmar Björnsson, Magnús Sigurður Jónasson og Matthías Atlason viðtöl við formenn allra flokka sem gefa kost á sér. Þeir gerðu alls fimm YouTube-þætti fyrir alþingiskosningarnar þar sem tveir flokkar voru teknir fyrir í hverjum þætti og voru piltarnir ófeimnir við að spyrja formennina um viðhorf til nýrrar stjórnarskrár, hvernig hægt sé að laða fleira starfsfólk á undirmannaðan Landspítala, innflytjendamál og áherslur í uppbyggingu öflugs menningarlífs hér á landi.

Auk þeirra þriggja fyrrnefndu sem tóku viðtölin eru meðlimir fréttastofunnar þeir Arnmundur Sighvatsson, Snorri Sindrason og Úlfur Marinósson, Úlfur sem sér um grínsketsa á milli viðtala, Arnmundur sem er leikstjóri og allir taka þeir þátt í handritsgerðinni.

Drengirnir hafa gert sig gildandi í stjórnmálaumfjöllun fyrir síðustu kosningar og láta sig allt varða, hvort sem það eru alþingiskosningar, sveitarstjórnakosningar, nú eða forsetakosningar bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

DV ræddi við liðsmenn FÁUP í ársbyrjun. Þeir voru þá fimm en eru nú sex, þannig að það bætist í þennan góða hóp.

Ungir fréttamenn á ferð og flugi: „Hann talaði við okkur eins og við værum átta ára og vissum ekkert um kosningarnar“

Hér að neðan má horfa á þættina fimm sem þeir gerðu fyrir alþingiskosningar. DV mælir með.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn