fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Viktor Orri varar við málflutningi Gunnars Smára – „Stórhættuleg viðhorf til meðferðar ríkisvaldsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. september 2021 18:00

Viktor Orri Valgarðsson (t.v.) og Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður Pírata, gagnrýnir harkalega málflutning Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, í kosningaþætti Sjónvarpsins, Forystusætið, á dögunum. Varðar þetta ummæli Gunnars Smára um að ryðja dómstóla til að losa um meint spillingartök þeirra og hlut í samtryggingu hagsmuna í samfélaginu.

Viktor segir í Facebook-færslu:

„Það sem Gunnar Smári (v. 2021) sagði í Forystusætinu í fyrradag um dómstóla ber vott um stórhættuleg viðhorf til meðferðar ríkisvalds. Hann sagðist vilja skipta hæstarréttardómurum út fyrir dómara sem eru honum þóknanlegri; ekki á þeim forsendum að sýnt hefði verið fram á að einstaka dómarar hefðu gerst brotlegir í starfi, heldur á þeim forsendum að Íslendingum finnist Ísland almennt vera spillt land og þess vegna hljóti allir þessir dómarar að vera spilltir og réttlátt að reka þá. Honum fannst alls ekkert tiltökumál að þetta væri skýrt brot á stjórnarskránni og þrískiptingu ríkisvaldsins; við myndum bara stofna nýtt lýðveldi eins og Frakkar gerðu í den tid og þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af smáatriðum eins og takmörkunum á valdi ríkisstjórnarinnar yfir samfélaginu.“

Katrín Baldursdóttir, einn frambjóðenda flokksins, hefur viðrað hugmyndir um að ríkið hætti að styrkja fjölmiðla en þess í stað verði rekinn ríkismiðill og blaðamenn geti sótt um styrki vegna tiltekinna verkefna og fái þá ef verkefnin þyki verðug. Viktor segir þetta annað dæmi um að stefna Sósíalistaflokksins sé hvorki nútímaleg né lýðræðisleg:

„Þegar þetta bætist svo við nýlega boðaða stefnu flokksins um að reka sérstakan flokksmiðil á kostnað ríkisins og hætta að styðja aðra fjölmiðla nema þá sem hafa sótt um og hlotið sérstaka náð fyrir flokknum (varðandi nákvæmlega hvað þau ætli að fjalla um og hvernig), þá er því miður orðið ljóst að það er nákvæmlega ekkert „nútímalegt“ eða „lýðræðislegt“ við þann sósíalisma sem þessi flokkur boðar. Sem er auðvitað drullusvekkjandi…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði