fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

U-beygja frambjóðanda Samfylkingarinnar í Covid málum vekur furðu meðal netverja

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 19:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, segir að kominn sé tími til þess að þjóðin læri að lifa með veirunni. Bendir hún á að íslensk þjóð sé nálægt heimsmeti í bólusetningu almennings yfir 15 ára og að hrósa beri þjóðinni fyrir það. Helga skrifar:

En við þurfum, þrátt fyrir hættu á smiti, að nálgast hið daglega líf eins og frekast er unnt því hættan af því að fara inn í þriðja vetur skerts skóla- og frístundastarfs fyrir ungt fólk getur haft mun langvinnari afleiðingar en faraldurinn sjálfur. Við þurfum þess vegna að leita allra mögulegra leiða til að skólastarf á öllum skólastigum geti verið með sem eðlilegustum hætti. Við þurfum líka að gera allt sem við getum til að menningar- og íþróttastarf geti verið með sem eðlilegustum hætti. Allt í þágu geðheilsu þjóðar og þroska barna og ungmenna. Það er ekki léttvægt verkefni en lífsnauðsynlegt.

Helga segir þá jafnframt ýmsa möguleika í stöðunni sem enn séu ónýttir hér á landi:

Víðs vegar um heim, meðal annars í nágrannaríkjum okkar, er verið að nota svokölluð hraðpróf sem nokkurs konar aðgöngumiða inn í skóla, vinnustaði og á viðburði. Hraðprófin eru þó helst notuð fyrir þau sem eru óbólusett en einnig hin bólusettu þar sem reynslan sýnir að bólusettir geta smitast og smitað þrátt fyrir að veikjast síður alvarlega.

Grein Helgu birtist í Morgunblaðinu í morgun og á heimasíðu Helgu, helgavala.is.

Sagt er að internetið gleymi engu og sannaðist það í dag þegar netverjar tóku að rifja það upp að fyrir skömmu síðan gagnrýndi Helga Vala ríkisstjórnina af nokkurri hörku fyrir að draga í land með aðgerðir gegn faraldrinum of snemma og of ört.

Í frétt RUV fyrir hálfum mánuði sagði Helga Vala að herða þyrfti aðgerðir til muna innanlands. Viðtalið var tekið í kjölfar fundar Velferðarnefndar með landlækni, staðgengli sóttvarnarlæknis og öðru fólki úr heilbrigðisgeiranum.

„Stjórnvöld þurfa auðvitað að meta það hvort þau ætla að vera í einhverri stemningu eða verja almenning,“ sagði Helga Vala jafnframt við RUV.

Jón Haukur Baldvins er einn þeirra sem vekur athygli á mótsögn Helgu Völu í málaflokknum, en það gerði hann með færslu á Twitter fyrr í dag: „4. ágúst vs. 19. ágúst,“ skrifar hann og birtir skjáskot af frétt RUV og grein Helgu frá því í dag.

Fyrr í vikunni steig Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins fram og sagðist vilja skoða það að hætt verði að setja fullbólusetta í sóttkví. Ef ummæli formanns Framsóknar og oddvita Samfylkingar eru skoðuð saman má ljóst heita að Covid faraldurinn og viðbrögð hins opinbera við honum verða ekki ónæm fyrir pólitíkinni, en kosið verður til Alþingis í lok næsta mánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu