fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Eyjan

Kristín hjólar í Kristrúnu: Segir hana dreifa ósvífnum áróðri – „Vísvitandi van­ræksla“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 10:05

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krist­ín Erna Arn­ar­dótt­ir, meðlimur í stjórn Stjórnarskrárfélagsins, er ekki sátt með viðtal sem Morgunblaðið tók við Kristrúnu Heim­is­dótt­ur, lögfræðing sem er í stjórn sjávarútveigsfyrirtækisins Brims. Þetta kemur fram í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Kristínu finnst sérstakt að ekki sé minnst á stöðu Kristrúnar hjá Brimi í frétt mbl.is um málið, og vill meina að hún dreifi áróðri, og að hennar skoðanir geti seint talist fræðilegar vegna stöðu sinnar.

„Mbl.is dreif­ir nú eins og vind­ur­inn klippu úr viðtali Andrés­ar Magnús­son­ar, blaðamanns Morg­un­blaðsins, við Kristrúnu Heim­is­dótt­ur. Þar held­ur hún áfram áróðri sín­um gegn nýju stjórn­ar­skránni í takt við rit­gerð henn­ar sem birt­ist í nýj­asta tölu­blaði Tíma­rits lög­fræðinga. Þar láðist henni að geta þess að hún er í stjórn Brims. Bara sú vísvitandi van­ræksla breyt­ir skoðun henn­ar úr fræðilegri um­fjöll­un í ósvíf­inn áróður, svo henn­ar eig­in orð séu notuð. Það að stjórn­ar­maður í einni af stærstu út­gerðunum sé að tjá sig á þenn­an hátt um eitt stærsta hags­muna­mál almennings und­ir merkj­um fræða og hlut­leys­is ger­ir mál­flutn­ing henn­ar ótrúverðugan.“

Kristín fjallar þá um nýju stjórnarskrána, sem hún bendir á að byggi fyrst og fremst á núverandi stjórnarskrá. Hún segir að breytingarnar á henni eigi að sjá til þess að færa hana inn í nútímann.

„Það er blekk­ing að halda því fram að til hafi staðið að ger­breyta stjórn­ar­skránni í einu vet­fangi,“ seg­ir Kristrún. Það er al­veg rétt hjá henni enda geng­ur hræðslu­áróður mál­pípu út­gerðar­inn­ar út á tal um kollsteypu stjórn­skip­un­ar­inn­ar, sem eng­inn hef­ur lagt til. Það vita all­ir sem vilja vita að meira en 70% af nýju stjórn­ar­skránni er beint upp úr þeirri gömlu, enda vilj­um við halda því stjórn­kerfi sem við höf­um fyr­ir utan nokkr­ar lag­fær­ing­ar sem færa hana nær nútímanum, eins og jafnt vægi at­kvæða og mögu­leik­ann á per­sónu­kjöri. Það má kannski segja að nýja stjórn­ar­skrá­in sé upp­færsla á þeirri gömlu. Nýja stjórn­ar­skrá­in er líka nær þeirri stjórn­skip­an sem við búum við í dag því margt í núver­andi stjórn­skip­un er ekki byggt á orðalagi stjórn­ar­skrár­inn­ar, og rím­ar raun­ar illa við hana, held­ur er byggt á hefðum og venj­um.“

Kristín segir að alltaf þegar umræða um nýju stjórnarskránna komi upp fari ákveðnir aðilar að búa til efasemdir og tala hana niður. Hún segir að það gerist til að verja sér­hags­mun­i frekar en almannahagsmuni

„Í um­fjöll­un Kristrún­ar um stjórn­ar­skrána er ekki eitt orð um póli­tísku hags­muna­slags­mál­in sem voru á þingi á árunum 2009-2013 og eru enn. Á þess­um tíma var stjórn­ar­andstaðan væg­ast sagt önn­um kaf­in við að stoppa málið. Al­veg eins og núna þegar umræðan um nýju stjórn­ar­skrána er að vakna þá eru all­ar klær sett­ar út til að villa um fyr­ir almenn­ingi, sá efa­semda­fræj­um og tala niður það frá­bæra lýðræðis­lega ferli sem nýja stjórn­ar­skrá­in sprett­ur af.

Allt þetta til að vernda sér­hags­mun­ina gegn al­manna­hags­mun­um. Þetta snýst ekki síst um auðlind­ir þjóðar­inn­ar. Þeir sem setið hafa við kjöt­katl­ana all­an lýðveld­is­tím­ann munu ekki átaka­laust gefa eft­ir sæt­in sín.“

Kristín endar svo pistill sinn á þessum orðum: „Það er erfitt að sjá hvernig stjórn­ar­maður í Brimi get­ur verið fag­leg­ur og hlut­laus í þess­ari umræðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir með hnút í maganum og hræddur – „Eftir þetta var andrúmsloftið mjög rafmagnað”

Birgir með hnút í maganum og hræddur – „Eftir þetta var andrúmsloftið mjög rafmagnað”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður