fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Morgunblaðið gagnrýnir Landspítalann – „Má ekki vera hlut­verk heil­brigðis­kerf­is­ins að vera í áróðurs­starfi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 31. júlí 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Landspítalans að veita ekki upplýsingar um hvort inniliggjandi sjúklingar með Covid-19 séu bólusettir eða ekki hefur vakið blendin viðbrögð. Landspítalinn ber við persónuverndarsjónarmiðum þegar um er að ræða svo fáa sjúklinga eins og raun ber vitni í dag.

Farið er yfir málið í leiðara Morgunblaðsins í dag og bent á að opin upplýsingagjöf stjórnvalda um faraldurinn hafi hingað til verið ein af forsendum þess að svo mikil sátt hefur ríkt um sóttvarnaaðgerðir. Síðan segir:

„Smit hafa breiðst hratt út und­an­farið eft­ir að hið bráðsmit­andi delta-af­brigði af kór­ónu­veirunni barst hingað til lands. Í Morg­un­blaðinu í gær var sagt frá því að Land­spít­al­inn hefði til­kynnt á fimmtu­dag að ekki verði gefn­ar upp­lýs­ing­ar um það í ein­stök­um til­vik­um hvort inn­lagðir sjúk­ling­ar með kór­ónu­veiruna hafi verið bólu­sett­ir eða ekki óski fjöl­miðlar eft­ir. Var sú skýr­ing gef­in að þetta væru svo fáir ein­stak­ling­ar og slík­ar upp­lýs­ing­ar gætu orðið til þess að starfs­fólk á sjúkra­hús­inu vissi meira um þá, en það ætti að vita. Sagði þó að færi inn­lögn­um að fjölga yrði bólu­setn­ing­arstaða gef­in út í sam­ráði við sótt­varna­lækni.“

Morgunblaðið bendir á að ef því væri komið á framfæri að þeir sem hafa veikst alvarlega af veirunni væru óbólusettir gæti það orðið til að hvetja þá sem enn hafa ekki farið í bólusetningu að láta verða af því.

Segir einnig að á ritstjórn Morgunblaðsins hafi orðið vart við óánægju frá heilsbrigðiskerfinu með fréttaflutning þess efnis að hlutfall smitaðra með engin eða væg einkenni sé 97% því slíkar fréttir gætu vakið efasemdir um sóttvarnaaðgerðir. Morgunblaðið bendir á að upplýsingarskortur veki tortryggni en ekki upplýsingasgjöf:

„En það á ekki og má ekki vera hlut­verk heil­brigðis­kerf­is­ins að vera í áróðurs­starfi varðandi stefnu­mörk­un og aðgerðir. Við verðum ein­mitt að geta reitt okk­ur á að þar láti menn vís­ind­in og gögn­in ráða ferð, en ekki síður að þar gæti fyllstu hrein­skilni líkt og góðir lækn­ar temja sér.

Upp­lýs­inga­gjöf vek­ur ekki tor­tryggni. Það ger­ir skort­ur á upp­lýs­ing­um.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“