fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Vinstri menn fljúgast á – Lætur Kjartan og Dag heyra það

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 18:30

Viðar Þorsteinsson, Dagur B. Eggertsson og Kjartan Valgarðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist pistill á Vísi sem Kjartan Valgarðsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, skrifaði en hann ber heitið „Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin“. Í téðum pistli sagði Kjartan að Samfylkingin væri stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar.

Það fór ekki vel í suma, þar á meðal Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni segir hann að þessi orð Kjartans geti ekki staðist.

„Við lestur greinarinnar reikaði hugur minn til vorsins 2020. Þá fóru félagsmenn í Eflingu í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg, þar sem borgarstjóri úr röðum Samfylkingarinnar sat. Krafa Eflingarfélaga var um að borgastjórnarmeirihlutinn myndi efna loforð sitt um að „leiðrétta kjör kvennastétta“ eins og þau kölluðu það sjálf,“ segir Viðar en það gekk brösuglega að semja um kjarasamningana.

Hann segir að þessum kröfum hafi verið hafnað aftur og aftur af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og að hann hafi haft fullan stuðning borgarstjórnarmeirihlutans. Meirihlutann skipa borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Það endaði með því að leikskólastarfsmenn fóru í verkfall.

„Ég verð að spyrja, hvar var Kjartan þá, og aðrir Samfylkingarmeðlimir sem telja að flokkurinn sé „stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar“? Ekki man ég eftir grein á Vísi frá Kjartani þá. Ég man ekki eftir svo mikið sem minnsta ávarpi eða kveðju til verkafólks í Eflingu frá einum einasta þingmanni, borgarfulltrúa eða forystumanneskju í Samfylkingunni,“ segir Viðar og er alls ekki sáttur með þessi orð Kjartans.

Hann segir að þegar hreyfing verka- og láglaunafólks hafi verið endurvakin hafi Samfylkingin ekki verið bandamaður hennar og geti því ekki talist sem stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Hann vill meina að leiðtogar Samfylkingarinnar hafi frekar kosið að stilla saman strengi með Samtökum atvinnulífsins, um hvernig væri best að kveða niður kröfur verkafólks.

„„Íslenskir jafnaðarmenn berjast með launþegasamtökunum, toga með þeim í sömu átt,“ skrifar Kjartan nú þegar styttist í kosningar. En þetta gerði Samfylkingin svo sannarlega ekki þegar á reyndi vorið 2020. Staðreyndin er að Sósíalistaflokkur Íslands var eini íslenski flokkurinn sem það gerði. Það er auðvitað ánægjulegt ef Samfylkingin vill taka sér Sósíalistaflokkinn til fyrirmyndar og gera stuðning við baráttu verka- og láglaunafólks að alvöru prinsippmáli. En þá á Samfylkingin að láta verkin tala þegar á reynir, ekki með orðagjálfri rétt fyrir kosningar,“ segir Viðar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk