fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Björn Leví kemur Þórólfi til varnar og skellir skuldinni á ríkisstjórnina

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það ekki vera stjórnvöldum eða Þórólfi Gunnarssyni sóttvarnalækni að kenna að smit séu að leka til Íslands í gegnum landamærin heldur sé það ríkisstjórninni að kenna. Hann ræðir þetta í pistli sem hann skrifar í Morgunblaðið.

Í viðtali við Kjarnann segir Þórólfur að hann hafi viljað sjá betri stjórn á landamærunum en að það hafi ekki verið hægt.

„Land­spít­al­inn er á hættu­stigi og sótt­varna­lækn­ir seg­ir að ekki hafi verið hægt að hafa betri stjórn á landa­mær­un­um. Við hljót­um að þurfa að spyrja „af hverju?“ Af hverju er Land­spít­al­inn á hættu­stigi? Af hverju var ekki hægt að hafa betri stjórn á landa­mær­un­um? Eina svarið við þess­um spurn­ing­um er „rík­is­stjórn­in“,“ segir Björn en hann vill meina að ríkisstjórninni hafi mánuðum saman mistekist að bregðast við álagi á spítalann og að nú sé efnahagsleg áætlun hennar að mistakast líka.

Hann segir að eftir að faraldurinn skall á í fyrra hafi verið ákveðið að setja þrjá milljarða í markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna og opna síðan landamærin fyrir ferðamönnum. Í kjölfar þess hafi komið önnur og þriðja bylgja faraldursins.

„All­an far­ald­ur­inn hef­ur þetta verið eina mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að verja ferðaþjón­ust­una þannig að hún taki aft­ur við fyrra hlut­verki í ís­lensku efna­hags­lífi eft­ir far­ald­ur­inn. Ekk­ert plan B. Þannig hef­ur allt þetta kjör­tíma­bil verið, breið póli­tísk stjórn um óbreytt ástand í stað þess að leysa þau sam­fé­lags­legu vanda­mál sem blasa við okk­ur öll­um,“ segir Björn.

Hann bendir á að enn er skortur á húsnæði, mannekla í heilbrigðiskerfinu, engar breytingar í sjávarútvegi, enn gömul stjórnarskrá og „gamlir flokkar en samt engar lausnir fyrir gamla fólkið okkar“.

„Síðastliðnir 16 mánuðir voru full­komið tæki­færi til að renna fleiri stoðum und­ir ís­lenskt efna­hags­líf. Tæki­færi til að hjálpa fólki að gera hug­mynd­ir sín­ar að veru­leika, í stað þess að tak­marka veru­leik­ann við hug­mynd­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ segir Björn.

Hann spyr hvort við þurfum að þola annað kjörtímabil af gömlum geðþóttastjórnmálum þar sem öll eggin eru sett í sömu gömlu körfuna hjá sömu gömlu sérhagsmununum.

„Fram und­an eru átök við fleiri stór úr­lausn­ar­efni, eins og lofts­lags­vá og sjálf­virkni­væðingu, og miðað við þröng­sýni stjórn­valda í far­aldr­in­um er ljóst að framtíðin get­ur aldrei orðið á þeirra for­send­um. Breyt­ing­ar eru nauðsyn­leg­ar,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?