fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
Eyjan

„Hvernig á maður að halda heilsu þegar þingmenn eru stundum ósammála manni?“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 15:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir lítið úr skrifum Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sagði ofbeldi viðgangast á Alþingi. Hann sagði að fólk leitaði í ofbeldi tækist því ekki að ná sínu fram með rökum. Þá sagði hann ofbeldið ekki vera líkamlegt, en hann hefði séð fólk „öskra hvað á annað, skella hurðum, beita hót­un­um.“

Brynjar skrifar kaldæhæðnislega færslu á Facebook þar sem hann heldur því fram að andleg og líkamleg vandamál sín megi rekja til ofbeldismenningarinnar á Alþingi. Hann segir Björn Leví hafa hitt naglann á höfuðið.

Hann spyr hvernig hann eigi að geta haldið heilsu þegar aðrir þingmenn séu ósammála sér, rífist við sig og skelli hurðum. Og þá vill hann vita hvort að til sé grófara ofbeldi en það.

„Ég hef stundum verið að predika um að við verðum að taka meiri ábyrgð á eigin lífi. Það er auðvelt að vera gáfaður og skynsamur fyrir hönd annarra að gera svo ekkert í eigin málum. Nú er svo komið að ég er að verða algjört flak, bæði andlega og líkamlega. Ég ætla ekki að fara þá leið að fá greiningu og svo niðurgreidd lyf við kvíðanum og áunnu sykursýkinni, sem stefnir í að óbreyttu. Því er í farvatninu mikil lífsstílsbreyting hjá mér. Sérfræðingur að sunnan sagði mér að hreyfing og jákvæðni væri lykilorðin í endurreisninni, sem ég hafði auðvitað ekki áttað mig á. Hreyfingin verður sjálfsagt ekki vandamálið en þetta með jákvæðnina gæti eitthvað vafist fyrir mér.

Ég hef leitað skýringa á því hvers vegna svona er fyrir mér komið. Held að Björn Leví hafi hitt naglann á höfuðið, eins og svo oft áður. Það er ofbeldismenningin á þinginu sem veldur þessu öllu. Hvernig á maður að halda heilsu þegar þingmenn eru stundum ósammála manni og ganga svo langt að rífast við mig og jafnvel skella hurðum. Er til grófara ofbeldi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fámenn en hávær mótmæli við stjórnarráðið

Fámenn en hávær mótmæli við stjórnarráðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hulda skaut á Sjálfstæðismenn og setti Twitter á hliðina – „Þetta er móðgun við mig og alla mína ætt“

Hulda skaut á Sjálfstæðismenn og setti Twitter á hliðina – „Þetta er móðgun við mig og alla mína ætt“