fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

„Þau sem gagnrýndu samstarfið mest tapa í prófkjörinu; Brynjar og Sigríður“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segir sigur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík í gær ekki nægilega afgerandi til að hann geti talist líklegur arftaki Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem formaður flokksins. Líklegt sé að Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson og Sigríður Á. Andersen séu öll dottin út af þingi.

„Tíðindin í þessu eru að Guðlaugur Þór vinnur ekki nægilega stóran sigur til að geta talist líklegastur sem næsti formaður flokksins. Áslaug Arna sótti mikið að honum. Guðlaugur fékk 48,7% í fyrsta sætið en Áslaug Arna 46,1%. Það er jafnt í hálfleik, slagurinn mun halda áfram. Ef Þórdís Kolbrún jarðar Harald Benediktsson í norðvestri eftir tvær vikur er hún með pálmann í höndunum,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook.

Hann segir það stærri tíðindi þó að Sigríður Á. Andersen, sem var oddviti í Reykjavík suður, sé nú svo langt niður að hún eigi ekki séns á þingsæti.

„Stærri tíðindi eru að Sigríður Á Andersen sem var í fyrsta sæti í Reykjavík suður fellur niður listann, langt undir mögulegt þingsæti. Áslaug Arna tekur í sæti Sigríðar sem oddviti, eins og hún tók við dómsmálaráðuneytinu af henni.“

Eins séu það tíðindi að Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir muni nú taka annað sætið á sitthvorum listanum og því eru þær að líkindum báðar öruggar inn á þingið.

„Önnur stór tíðindi eru að Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir taka annað sætið á sitthvorum listanum, sem Brynjar Níelsson og Áslaug Arna sátu í 2017. Þær ýta ekki bara Sigríði og Brynjari niður fyrir sig heldur Birgi Ármannssyni líka.“

Brynjar og Birgir séu því í þeirri stöðu að óvíst sé með framtíð þeirra á þingi. Þeir eiga því líklega spennandi kosningavöku fram undan.

„Þeir Brynjar og Birgir sitja í þriðju sætunum, en 2017 slapp Birgir inn sem þingmaður sitjandi í þriðja sæti í Reykjavík suður. Hildur Sverrisdóttir var í þriðja sætinu í Reykjavík suður og slapp ekki inn. Kannanir hafa sýnt fylgistap Sjálfstæðisflokksins svo ólíklegt er að þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavík skili þingsæti. Til að ná því þarf flokkurinn að auka þó nokkuð við fylgi sitt, fara yfir 25% fyrir annan þingmanninn og yfir 27% fyrir báða.

Það er því líklegast að þeir félagar, Birgir og Brynjar, séu fallnir af þingi og verði varaþingmenn næsta kjörtímabil, skiptist á að skjótast inn á þing ásamt Kjarani Magnússyni og Friðjóni Friðjónssyni.“

Gunnar segir að það teljist líka til tíðinda að Reykjavíkurþingmenn Sjálfstæðismanna verða að líkindum þrjár konur og einn karlmaður. Hann segir að þessi listi eigi eftir að koma í veg fyrir að Sjálfstæðismenn segi sig úr flokknum og gangi í raðir Viðreisnar. Hins vegar séu nú meiri líkur á að Sjálfstæðismenn færi sig yfir í Miðflokkinn.

„Listinn sem varð ofan á ver Sjálfstæðisflokkinn frekar gegn leka yfir í Viðreisn en yfir í Miðflokkinn. Sigmundur Davíð hefur því fagnað þessum úrslitum fremur en Þorgerður Katrín. Þetta er líka listi sem gæti lokkað fólk sem fannst uppstilling Framsóknarflokksins í borginni smart, það mætti kalla þetta Sjálfstæðisflokk til áframhaldandi stjórnarsamstarfs með VG og Framsókn að viðbættri Viðreisn. Þau sem gagnrýndu samstarfið mest tapa í prófkjörinu; Brynjar og Sigríður. Frá þeirra sjónarhól hefur flokkurinn verið taminn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki