fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Unnið að endurfjármögnun Vaðlaheiðarganganna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 09:00

Upplýsingaskilti við Vaðlaheiðargöngin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er unnið að því að endurfjármagna skuldir Vaðlaheiðarganganna til að draga úr fjármagnskostnaði. Reksturinn hefur gengið vel en hár fjármagnskostnaður hefur valdið vandræðum.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Eyþóri Björnssyni, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, að viðræður um endurskipulagningu skulda séu í gangi. Ekki sé búið að útfæra endurskipulagninguna.

Ríkissjóður fer með 33% hlut í Vaðlaheiðargöngum en Greið leið ehf. fer með 66% hlut en félagið er í eigu allra sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Það er ríkissjóður sem er lánardrottinn Vaðlaheiðarganga.

Markaðurinn segir að unnið sé að breytingum á lánssamningum til að létta á skuldabyrðinni og einnig sé verið að skoða að ríkissjóður breyti hluta af lánunum í hlutafé.

Göngin opnuðu í árslok 2018. Tafir við framkvæmdirnar höfðu mikla kostnaðaraukningu í för með sér miðað við upphaflega áætlun. Þegar upp var staðið var kostnaðurinn 17 milljarðar og var hann fjármagnaður með láni frá ríkissjóði. 2019 greiddu Vaðlaheiðargöng 900 milljónir í vexti.

„Við erum með mjög óhagstæð vaxtakjör miðað við það sem þekkist í dag og þess vegna skiptir miklu máli að endurfjármagna lánin svo reksturinn geti staðið undir sér í framtíðinni,“ er haft eftir Valgeiri Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga. Hann sagði jafnframt að rekstrartekjur séu mun hærri en rekstrargjöld. Fyrirtækið er aðeins með tvo starfsmenn en rekstrarkostnaður þess var um 165 milljónir 2019 en á síðasta ári tókst að lækka hann um 20%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna