fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Eyjan

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélaginu – Ósáttur við siðareglur félagsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 09:00

Arnar Þór Jónsson. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands. Ástæðan er ágreiningur um tjáningarfrelsi dómara og siðareglur félagsins sem hann er ósáttur við. Hann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í opinberri umræðu um Evrópumál.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Haustið 2019 var haldinn lokaður fundur á vettvangi Dómarafélagsins um tjáningarfrelsi dómara. Ég óskaði eftir því að þessi fundur yrði opinn og auglýstur enda var mér ljóst að fyrirhugað efni hans var tjáningarfrelsi mitt. Á fundinum var spjótum beint að mér og minni tjáningu og átti hann stóran þátt í því að ég kaus að segja mig úr félaginu,“ hefur Fréttablaðið eftir Arnari Þór.

Hann hefur verið gagnrýninn á siðareglur Dómarafélagsins, meðal annars um takmörkun á borgaralegum réttindum á borð við félagafrelsi. Í siðareglum Dómarafélagsins er mælt gegn þátttöku dómara í stjórnmálastarfi eða félögum þar sem leynd hvílir yfir siðareglum, félagatali eða starfsemi félags. Þetta kemur til dæmis í veg fyrir aðild dómara að félögum á borð við Frímúrararegluna. „Ítrekuð boð mín um að flytja erindi á vettvangi Dómstólasýslunnar og Dómarafélagsins um augljósa ágalla á siðareglum dómara hafa ekki verið þegin,“ er haft eftir Arnari sem sagðist jafnframt hafa skrifað fjölda greina í blöð og tímarit eftir að hann sagði sig úr Dómarafélaginu en hafi ekki fengið neinar efnislegar athugasemdir frá starfsbræðrum sínum í dómarastéttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þeir sem flæmdu Laxness úr skólunum

Svarthöfði skrifar: Þeir sem flæmdu Laxness úr skólunum