fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Eyjan

Ókeypis leiga Gísla Marteins í höfðum Sjálfstæðiskvenna – „Hvaða djöflasýru var ég að lesa“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 18:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ætli Gísli borgi leigu eða býr hann frítt í höfðinu á þessum konum?“ spyr Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV, á Twitter-síðu sinni í dag. Konurnar sem um ræðir eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þær Marta Guðjónsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.

Þær Marta og Ragnhildur eiga nefnilega ekki bara það sameiginlegt að vera Sjálfstæðiskonur heldur hafa þær báðar nú skrifað pistla um Gísla Martein Baldursson, þáttastjórnanda og fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Báðar skrifa þær í kjölfar deilna um skipulagsmál í borginni. Ragnhildur skrifaði um umferðaröryggi en Marta hjólaði meira bara beint í Gísla og kallaði hann pjakk og prinsessu.

Pistill Mörtu vakti mun meiri athygli en pistill Ragnhildar en vart hefur verið talað um annað á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Reyndar hefur umræðan í dag einnig snúist mikið um Mathallamenningu landsins en það kemur þessari frétt þó ekki við. Margir hafa lagt sína skoðun á pistlinum fram og eins og gengur og gerist á Twitter hafa margir gert grín að honum.

Atli Fannar er einn þeirra sem birti færslu á Twitter í dag um Gísla Martein og Sjálfstæðiskonurnar eins og fram kemur fremst í þessari frétt. Gísli Marteinn hefur nú svarað færslu Atla um það hvort hann borgi leigu fyrir að búa í höfðinu á Sjálfstæðiskonunum. „Leigulaust!“ skrifaði Gísli Marteinn einfaldlega eins og sjá má hér fyrir neðan.

Eins og áður segir hafa margir birt færslur um pistilinn á Twitter í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er til að mynda á meðal þeirra sem tjá sig um málið en hér fyrir neðan má sjá færslu hans og annarra sem hafa sagt sína skoðun á pistlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra