fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Hallgrímur brettir upp ermar og sveiflar fast í átt að Brynjari – „ROTHÖGG“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 13:30

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stormar hafa geisað á samfélagsmiðlum eftir að Bubbi Morthens, einn ástælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, talaði gegn Samherja í vikunni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að senda Bubba pillu vegna skrifana en pillan hefur farið misjafnlega vel ofan í fólk.

Brynjar sagði til að mynda að Bubbi og aðrir listamenn þjóðarinnar væru ekki að fá nein heiðurslaun ef ekki væri fyrir fyrirtæki eins og Samherja. „Að lokum vil ég segja við poppstjörnur í eldri kantinum, sem hafa áhyggjur af þögn þingmanna um Samherja, að það þarf öflug fyrirtæki, sem geta gert mikil verðmæti úr auðlindum okkar, til að greiða ykkur um hálfa milljón á mánuði í heiðursskyni til æviloka,“ sagði Brynjar.

Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur nú stigið inn í þessar erjur. Hann gerir það með færslu sem hefur vakið töluverða athygli, bæði á Facebook og á Twitter, en í færslunni ber hann þá Bubba og Brynjar saman á árunum 2013 til 2021. Hallgrímur bendir á að á meðan Bubbi hefur gefið út 67 lög, 4 plötur, 3 ljóðabækur, haldið 256 tónleika, veitt 79 laxa, verið fyrirmyndin að söngleik og sent 15 aðsendar greinar hefur Brynjar ekki gert jafn mikið.

„BUBBI: 67 lög, 4 plötur, 3 ljóðabækur, 256 tónleikar, 79 laxar, 1 söngleikur, 15 aðsendar greinar.“

„BRYNJAR: þingmaður, 0 lög, 0 frumvörp, 0 fyrirspurnir, 5 ræður, 23 aðsendar greinar, 342 komur í Bítið á “Bylgjunni.“

Þá bendir Hallgrímur á að Bubbi hefur fengið 38,4 milljónir frá ríkinu á þessum tíma á meðan Brynjar hefur fyrir störf sín fengið 115,2 milljónir. „ROTHÖGG,“ segir í einni athugasemd við færsluna og ljóst er að margir eru á sama máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“