fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

„Lygar og upplýsingaóreiða“ – Saka Ísland um að reyna að hafa afskipti af innanríkismálum Kína

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. apríl 2021 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska sendiráðið á Íslandi birti í dag harðorða yfirlýsingu á vefsíðu sinni. Þar er þess krafist að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína og virði fullveldi landsins.

Lögmaðurinn Jónas Haraldsson hefur verið settur á svartan lista í Kína vegna greinaskrifa hans í Morgunblaðinu þar sem hann gagnrýndi Kína. Hann má því ekki ferðast til landsins og mögulegar eignir hans þar í landi voru frystar. Jónas hefur þó bent á að hann eigi þar engar eignir og hefði engin áform um að sækja landið heim á næstunni svo þetta útspil hefði lítil áhrif á hann.

Nú hefur sendiráðið skýrt út að að þvingunaraðgerðirnar gegn Jónasi byggi á ákvörðun íslenskra yfirvalda að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum, þjóðarbroti sem býr aðallega í héraðinu Xinjiang.  Úígúrar eru múslimar og hafa lengi barist fyrir sjálfsstjórn og sjálfstæði. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um þjóðarmorð á Úígúrum og hafa mörk ríki lýst yfir þungum áhyggjum af ástandi mannréttinda í Xinjiang.  Ísland var meðal þeirra ríkja.

Í yfirlýsingunni sem birtist hjá sendiráðinu í dag segir að Ísland fylgi Evrópusambandinu að málum sem hafi sett viðskiptaþvinganir á Kína. En þær aðgerðir byggist samkvæmt sendiráðinu á lygum og upplýsingaóreiðu með vísan til svokallaðra mannréttindabrota í Xinjiang.

„Með þessu hátterni er brotið gegn alþjóðlegum lögum og hefðum í alþjóðasamskiptum og hefur það grafið undan samskiptum Kína og Íslands. Kínverska utanríkisráðuneytið hefur boðað íslenska sendiherrann til Kína til lýsa yfir diplómatískri óánægju og lýsa yfir harðri andstöðu og mikilli fordæmingu. Kína hefur ákveðið að endurgjalda þetta með þvingunum gegn einum einstakling frá Íslandi sem hefur skaðað fullveldi Kína og hagsmuni með hatursfullri dreifingu á lygum og falsfréttum.

Kína er harðákveðið í því að vernda fullveldi ríkisins, öryggi og þróunarhagsmuni. Við krefjumst þess að Ísland virði fullveldi Kína, öryggi þess og þróunarhagsmuni og hætti öllum afskiptum af innanríkismálum Kína undir því yfirskini að um mannréttindabrot sé að ræða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“