fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Andrés segir Pál hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum – Hvað mun gerast í Suðurkjördæmi?

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 11:04

Andrés Magnússon (t.v.) og Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Magnússon, blaðamaður hjá Morgunblaðinu, telur skoðanakönnun á vegum stuðningsmanna Páls Magnússonar hafi verið ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Prófkjörið fer fram 29. maí næstkomandi.

Páll tilkynnti það síðustu helgi að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til setu á Alþingi á komandi kjörtímabili. Hann hefur setið á þingi síðan árið 2016 og skipaði fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í síðastliðnum kosningum.

„Þetta kom flatt upp á marga, þar sem Páll hafði fyrir ekki löngu greint frá því að hann sæktist áfram eftir oddvitasætinu og engan bilbug á honum að finna. Hann sagðist raunar hafa komist að þessari niðurstöðu innra með sér um síðustu áramót, en samt ákveðið að hugsa það áfram í þrjá mánuði áður en hann tæki endanlega ákvörðun ef eitthvað skyldi nú breyta afstöðu sinni um það. Það hafi ekki gerst,“ skrifar Andrés en ástæðan sem Páll gaf var að áhuginn hafi dofnað og neistinn kulnað.

Andrés segir Pál hafa átt erfitt uppdráttar innan kjördæmisins undanfarin ár og nefnir klofning sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum sem mögulega ástæðu til þess. Páll studdi þar framboð Írisar Róbertsdóttur og H-lista sem myndaði síðar bæjarstjórn ásamt Eyjalistanum. Andrés vill meina að Páll hafi skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum þar.

„Flestir viðmælendur blaðsins í Suðurkjördæmi telja að afleiðingin verði sú að Guðrún Hafsteinsdóttir „labbi inn í 1. sætið“. Reynist sú raunin hefði það ekki aðeins áhrif í kjördæminu heldur myndi það breyta ásýnd flokksins á landsvísu ef konur leiddu lista í þremur kjördæmum, eins og margt bendir til,“ segir Andrés en líklegt er að Guðrún muni þurfa að berjast um sætið við þingmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson.

Hann segist ekki vera viss hvað Eyjamenn geri þegar þeir hafa ekki neinn frá Vestmannaeyjum til að kjósa.

„Sumir hafa spurt hvað þetta segi um styrk Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og oddvita H-listans, fyrrnefnds klofningsframboðs. Ekki kannski með beinum hætti, en þó virðist blasa við að Páll hafi ekki átt nægan stuðning vísan úr þeirri átt. Aðrir segja að fylgi Páls í Eyjum hafi ekki verið vandinn heldur uppi á fastalandi. En þá er ósvarað spurningunni um hvað Páll fari að fást við, hann muni tæpast sitja auðum höndum lengi. Um það hafa verið ýmsar getgátur, en ein sú skemmtilegri er að hann taki að sér að græða sárin með því að reyna að sameina hægriöflin í Eyjum á ný og ljúka pólitíska ferlinum í bæjarstjórastóli,“ segir Andrés að lokum en Páll hefur sjálfur ekki tjáð sig um hvað framtíðin ber í skauti sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2