fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Heilbrigðisráðherra krafin um skýrslu vegna flutningar skimunar fyrir krabbamein í leghálsi

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 17:05

Svandís Svavarsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar lagði í dag fram beiðni um að heilbrigðisráðherra láti vinna skýrslu fyrir Alþingi um forsendur og áhrif breytinga á skipulagi skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Skýrslan verði unnin af óháðum aðila. Að baki beiðninni eru, auk alls þingflokks Viðreisnar, fulltrúar Samfylkingarinnar, Miðflokksins og Pírata.

Skimun varðar heilsu og líf kvenna og mikilvægt er að traust ríki í garð heilbrigðiskerfisins og sátt sé um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu. Markmiðið með skýrslubeiðni er að stuðla að því unnt verði að efla traust kvenna og alls almennings til kerfisins. Rýna þarf forsendur að baki þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningum á sýnum sem og samráð heilbrigðisráðuneytis áður en ákveðið var að flytja vinnuna til Danmerkur.

Sjá nánar: Viðtal við framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins

Í skýrslunni skuli könnuð áhrif flutningsins á kostnað við greiningu sýna, áhrif breytinganna á öryggi skimunar, meðal annars vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningar hérlendis sem og áhrif á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis.

Skýrsluna í heild má finna hér: https://www.althingi.is/altext/151/s/0940.html

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“