fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Sjónvarpsstjórar segja að erlendar streymisveitur stundi undirboð og fái forskot hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld hafa sýnt af sér andvaraleysi gagnvart miklum breytingum sem hafa orðið á sjónvarpsmarkaði. Erlendar streymisveitur herja á íslenska markaðinn með undirverðlagningu og þurfa ekki að lúta sömu reglum og íslensk fyrirtæki.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Sýnar, í umfjöllun um erlendar streymisveitur í dag en blaðið fékk Heiðar, Orra Hauksson, forstjóra Símans, og Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, til að taka þátt í hringborðsumræðum um framtíð sjónvarps.

Heiðar sagðist telja að annaðhvort þurfi að jafna leikinn eða styrkja íslenska fjölmiðla í þessari samkeppni sem sé ójöfn.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, tók í sama streng. „Þetta er orðinn alþjóðlegur markaður og það er óheilbrigt að á Íslandi gildi einar reglur um innlenda aðila og aðrar um erlenda. Þar á ég meðal annars við kröfur um talsetningu, textun og þuli í beinum útsendingum. Maður spyr sig hvers vegna í ósköpunum stjórnvöld og þá sérstaklega menntamálaráðuneytið, sem á að halda utan um íslenska fjölmiðla og íslenska menningu og tungu, eru ekki búin að jafna leikinn hvað þetta varðar,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að gróflega áætlað þá kosti það Símann álíka fjárhæðir á ári að þýða efni sitt og streymisveitan Disney+ fær í áskriftartekjur hér á landi.

Breytingar hafa orðið á sjónvarpsmarkaðnum að undanförnu. Disney+ hefur hafið starfsemi, Netflix hefur verið aðgengilegt um árabil og streymisveitan Viaplay hóf starfsemi á síðasta ári og hefur nú samið við KSÍ um útsendingar á leikjum knattspyrnulandsliðsins. Nú er því hægt að horft á erlent sjónvarpsefni og erlendar íþróttir án þess að eiga í viðskiptum við íslensku sjónvarpsstöðvarnar.

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, varpaði þeirri spurningu fram hvenær komi að því að erlendu streymisveiturnar fari að segja íslensku sjónvarpsstöðvunum hvernig innlent efni þær eigi að framleiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins