fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Hanna lætur Lilju heyra það – „Afsakið en hvaða grín er þetta?“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 10:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindi mennta- og menningarmálaráðuneytið frá því að Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, hefði gefið Kolbeini Óttarssyni Proppé, Silju Dögg Gunnarsdóttur og Páli Magnússyni það verkefni að gera gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið. Markmiðið væri að sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.

Athygli vakti að þingmennirnir þrír, sem Lilja valdi, koma úr stjórnarflokkunum þremur, en engin úr stjórnarandstöðu.

Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar virtist heldur betur ósátt með þetta í færslu sem birtist á Facebook í gær, en hún spurði hreinlega: „Afsakið en hvaða grín er þetta?“

Hönnu finnst greinilega sérstakt að þrír þingmenn úr stjórnarflokkunum séu fengnir til að sætta ólík sjónarmið. Hún benti á þingmennirnir hefðu einungis rúman mánuð til að sinna verkinu, og telur hún að stjórnarandstöðuþingmenn hafi verið skyldir út undan til að verkið myndi ganga vel fyrir sig á þessum skamma tíma.

Færsla Hönnu var eftirfarandi:

„Afsakið en hvaða grín er þetta?

Menntamálaráðherra felur þremur stjórnarþingmönnum  að athuga hvort endurskilgreina þurfi hlutverk RÚV, öryggishlutverk og og fjármögnun. 

Í leiðinni vill ráðherra fá tillögur að breytingum til að “sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.”

Þremenningarnir fá rúman mánuð til verksins og til að tryggja að það gangi vel fyrir sig eru engir stjórnarandstöðuþingmenn hafðir með í ráðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki