fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Jóhanna Vigdís segir sig úr Samfylkingunni eftir „harka­leg skila­boð“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 20:40

Samsett mynd - Jóhanna Vigdís og merki Smfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, vara­þing­maður Sam­fylkingarinnar, hefur sagt sig frá vara­þing­mennsku, öllum á­byrgðar­störfum innan flokksins, og úr sjálfum flokknum. Fréttablaðið greindi frá þessu í kvöld, en hún sendi flokks­með­limum bréf þar sem hún tilkynnti ákvörðun sína.

Jóhanna var hvað mest áberandi í starfi flokksins þegar hún kom inn sem þingmaður í fjar­veru Ágústs Ólafs Ágústs­sonar, þegar hann tók sér hlé frá þing­störfum.

Í bréfinu gagnrýnir hún uppstillingarnefnd flokksins harðlega fyrir að gefa nýjum flokksmeðlimum þrjú af fjórum efstu sætum í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi kosningar. Jóhanna segir þetta vera harkaleg skilaboð til sín og annara flokksfélaga sem hafa unnið að uppbyggingu flokksins um árabil.

Bréf hennar má lesa í heild sinni hér að neðan:

„Taugar mínar hafa lengi legið til Sam­fylkingarinnar, sem var á­stæða þess að ég á­kvað að leggja mitt af mörkum til að taka þátt í starfi flokksins þegar stemmingin fyrir honum var í al­gjöru lág­markið árið 2016 – og fyrir­séð var að mikið upp­byggingar­starf væri fyrir höndum.

Síðan hef ég meðal annars setið á Al­þingi sem vara­þing­maður og sinnt þar störfum í fjár­laga­nefnd, mótað ný­sköpunar­stefnu fyrir Ís­land í nefnd ný­sköpunar­ráð­herra, leitt öflugt mál­efna­starf mennta­mála­nefndar Sam­fylkingarinnar, auk þess að sitja í stjórnum SffR og Kvenna­hreyfingarinnar, og fram­kvæmda­stjórn flokksins.

Það var því afar á­nægju­legt að sjá á­huga fólks á þátt­töku í flokks­starfinu aukast, að ein­hverju leyti í takt við gott gengi í skoðana­könnunum.

Ég verð þó að viður­kenna að það eru mér von­brigði að upp­stillingar­nefnd í Reykja­vík kjósi að bjóða ný­liðum, hæfu fólki sem sannar­lega er meira en vel­komið til starfa – og þó fyrr hefði verið – að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkur­kjör­dæmunum fyrir kosningar til Al­þingis næsta haust.

Þetta eru ekki bara harka­leg skila­boð til mín per­sónu­lega heldur ekki síður til annarra í gras­rót Sam­fylkingarinnar – sem hafa lagt ó­mælda upp­byggingar­vinnu af mörkum undan­farin ár.

Sannar­lega er ég sein­þreytt til vand­ræða, en þegar mér of­býður þá geri ég eins og góð kona sagði um árið; kýs með fótunum.

Ég virði niður­stöðu upp­stillingar­nefndar og vilja for­ystu flokksins. Um leið og ég þakka ykkur, vinum mínum og sam­ferða­fólki í Sam­fylkingunni, fyrir á­nægju­legt sam­starf undan­farin ár segi ég mig hér með frá vara­þing­mennsku, öllum á­byrgðar­störfum innan flokksins, og úr Sam­fylkingunni.

Það er hægt að finna kröftum sínum far­veg með ýmsu móti og ég mun því beita mér fyrir þeim mál­efnum sem ég brenn fyrir; menntun og ný­sköpun, á öðrum vett­vangi.

Gangi ykkur sem allra best í ykkar störfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun