fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sakar stéttarfélag í Grindavík um spillingu í Stuðmannasjoppunni – „Besti vinur formannsins sem fékk að leigja staðinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 10:03

Samsett mynd. Kári Guðmundsson og frá höfninni í Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Guðmundsson, veitingamaður í Grindavík og félagsmaður í Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur, rifjar upp hvernig Sjómannastofan Vör í Grindavík var gerð ódauðleg í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Í grein í Morgunblaðinu í dag heldur Kári því fram að þessi staður sé nú orðinn vettvangur spillingar.

„Ég rak upp stór augu 12 ára þegar Stuðmenn völsuðu inn á Sjó­manns­stof­una Vör í Grinda­vík í kvik­mynd­inni Með allt á hreinu og borðuðu ham­borg­ara og fransk­ar með hell­ingi af sósu, vá, lang­besta sjopp­an og hún í Grinda­vík. Lengi vel var Sjó­manns­stof­an Vör eini staður­inn í Grinda­vík þar sem hægt var að setj­ast niður og kaupa sér mat. Nú er tím­inn allt ann­ar og hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar síðan,“ skrifar Kári.

Tilefnið er það að „besti vinur“ formanns Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, að sögn Kára, fékk að leigja staðinn undir veitingasölu, þrátt fyrir áhuga margra annarra, og á vafasömum forsendum, að mati Kári:

„Nú eru komn­ir nýir rekstr­araðilar á Sjó­manns­stof­unni Vör við Hafn­ar­götu. Er það ekki bara gott mál? Húsið hef­ur fengið tölu­verða yf­ir­haln­ingu enda fram­kvæmd­ir löngu tíma­bær­ar að sögn Ein­ars Hann­es­ar Harðar­son­ar, for­manns Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur, á vef Grinda­vík­ur, en fé­lagið á húsið og leig­ir út rekst­ur­inn.

Það sem vek­ur at­hygli og jafn­vel furðu er að það er besti vin­ur for­manns­ins sem fékk að leigja staðinn án þess að aðrir fengju tæki­færi á að leggja inn til­boð. Eng­in leið er betri en opið útboð til að tryggja hags­muni Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur til að fá sem mest fyr­ir sína eign. Þess í stað er staður­inn leigður út langt und­ir markaðsvirði og með 15 til 20 millj­óna króna meðgjöf frá Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lagi Grinda­vík­ur til leigu­taka, í formi yf­ir­haln­ing­ar á löngu tíma­bær­um fram­kvæmd­um að sögn for­manns­ins. Vert er að at­huga það að fram­kvæmd­ir fel­ast ekki í end­ur­bót­um á þaki eða veggj­um fast­eign­ar­inn­ar held­ur upp­færslu á búnaði og tækj­um fyr­ir veit­ing­a­rekst­ur á sam­keppn­ismarkaði.“

Kári segir það fela í sér samkeppnisskekkju fyrir rekstraraðila veitingahúsa í Grindavík þegar einn aðili leigi húsnæði og tækjabúnað fyrir lágmarksfjárhæð. Telur hann samninginn vera með þeim hætti að Sjómanna- og vélstjórafélagið hafi ekki hag af þessu samkomulagi þar sem samið hafi verið til langs tíma undir markaðsvirði. Hann spyr hvort eðlilegt sé að samkeppni í veitingarekstri sé fjármögnuð af Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur. Kári er ómyrkur í máli og kallar þetta samkomulag ráðabrugg:

„Staður­inn er nú stór­glæsi­leg­ur og opnaður aft­ur eft­ir end­ur­bæt­urn­ar með því að bjóða upp á há­deg­is­verðar­hlaðborð og fleira í sam­keppni við aðra veit­inga­menn í Grinda­vík sem þurfa að standa skil á öllu sínu upp á tíu og fjár­magna sín­ar fram­kvæmd­ir sjálf­ir. Er eðli­legt að ný og end­ur­bætt sam­keppni í veit­ing­a­rekstri sé fjár­mögnuð af Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lagi Grinda­vík­ur? Vita fé­lags­menn af ráðahagn­um? Vita fé­lags­menn að ráðabrugg sem þetta er í engu sam­ræmi við til­gang fé­lags­ins í 2. gr. laga þess? Gera fé­lags­menn sér grein fyr­ir því að það hefði ör­ugg­lega feng­ist hærra verð fyr­ir fjár­fest­ing­una með því að bjóða fleir­um en besta vini for­manns­ins ein­um að kjöt­kötl­un­um?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG