fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Hreyfing á framboðsmálum VG – Róbert Marshall sagður íhuga framboð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er líklegt að Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi alþingismaður, muni bjóða sig fram í forvali VG í Reykjavík.  Það sama á við um Orra Pál Jóhannsson, aðstoðarmann Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að búist sé við að Guðmundur Ingi taki þátt í forvali VG í Suðvesturkjördæmi. Þar var Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti flokksins í kosningunum 2017 en hún er nú gengin í Samfylkinguna. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður, hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í forvalinu í kjördæminu. Reiknað er með að Una Hildardóttir, varaþingmaður, taki þátt í forvalinu en ekki Bjarki Bjarkason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, eru taldar eiga oddvitasætin í Reykjavík vís. Ekki er annað vitað en að Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður, taki þátt í forvalinu í Reykjavík.

Í Suðurkjördæmi munu þau Kolbeinn Óttarsson Proppé og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir líklega takast á um oddvitasætið.

Í Norðvesturkjördæmi er talið líklegt að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður, takist á um oddvitasætið við Bjarna Jónsson, sveitarstjórnarmann í Skagafirði.

Í Norðausturkjördæmi vilja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi, og Ingibjörg Þórðardóttir, ritari VG, öll oddvitasætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum