fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Eyjan

Óli Björn telur tjáningarfrelsinu ógnað og segir að Jóni Ívari læknaprófessor hafi verið sýndur hroki og dónaskapur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. september 2020 17:00

Samsett mynd DV. Óli Björn Kárason (t.v.) og Jón Ívar Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frelsi þrífst ekki án frjálsra og opinna skoðanaskipta,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðhorfsgrein í Morgunblaðinu í dag. Þar lýsir hann yfir áhyggjum af sjálfsmyndastjórnmálum (e. identity politics) og því sem hann kallar „réttláta ógnun“ (e. righteous intimidation). Óli Björn segir að eins og svo oft áður í sögunni beri almennir borgarar ekki skynbragð á þá þróun sem er að verða, að frelsinu sé ógnað.

Óli Björn nefnir nokkur dæmi um þessa þróun. „Baráttumenn fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmálum reyna að koma í veg fyrir útgáfu dagblaða sem eru þeim ekki að skapi. Undir yfirskini réttlætis og baráttu gegn ógeðfelldri kynþáttahyggju og rasisma eru minnismerki rifin niður. Skoðanir sem ekki eru þóknanlegar eru bældar niður og Twitter er nýttur til að bola einstaklingum úr
starfi.“

Óli Björn telur þessa nýju þróun vera af sama meiði og alræðisstefnur fyrri tíma. Markmiðið sé að hinir réttsýnu skipuleggi samfélagið en frelsi einstaklingsins sé ekki lengur útgangspunkturinn:

„Frelsi krefst mikils af borgurunum. Sjálfsmyndastjórnmál mynda hins vegar farveg fyrir kröfur á samborgarana. Ýta undir trúna á að samfélagið skuli skipulagt af hinum réttsýnu. Til að ná markmiðinu er nauðsynlegt að pólitísk hollusta byggist á gremju, kvörtunum og dylgjum í garð annarra. Þeir sem ekki taka undir eru skilgreindir sem fjandmenn og kúgarar sem verði að þagga niður í. Að hver og einn leiti að innri styrkleika til að lifa farsælu lífi er fyrirlitlegt.“

Óli Björn segir að sjálfsmyndastjórnmál séu ógn við frjáls samfélög:

„Sjálfsmyndastjórnmál ganga á hólm við frjáls og opin samfélög sem umbera ekki aðeins ólík sjónarmið og skoðanir heldur hvetja til rökræðna – mynda öflugt skjól fyrir dýnamíska umræðu og skoðanaskipti, ekki síst í háskólum og fjölmiðlum.“

Þegar Jón Ívar gagnrýndi Covid-viðbrögðin

Óli Björn telur sífellt minna umburðarlyndi ríkja gegn skoðanaskiptum og nýjar hugmyndir séu litnar hornauga, jafnvel taldar hættulegar. Hann telur að viðbrögð við greinum læknaprófessorsins Jóns Ívars Einarssonar nýlega vera dæmigerð fyrir þetta andrúmsloft. Jón Ívar gagnrýndi stjórnvöld fyrir að þrengja að frelsi borgaranna og ganga of langt í hertum takmörkunum á ferðafrelsi þann 19. ágúst síðastliðinn og benti meðal annars á lága dánartíðni  af völdum COVID-19. Greinar Jóns Ívars hafa fengið mjög hörð viðbrögð frá Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, og mörgum öðrum.

Óli Björn skrifar:

„Ábendingum og gagnrýni virts íslensks prófessors við læknadeild Harvard-háskóla var mætt með hroka, yfirlæti og hreinum dónaskap. Spurningar og ólík sjónarmið eru eitur í beinum hinna „réttlátu“ sem hafa höndlað sannleikann í eitt skipti fyrir öll.

Alvarlegum efasemdum um hvort stjórnvöld hafi heimild að lögum til að hefta athafnafrelsi og samfélagslegt samneyti til lengri tíma í nafni sóttvarna er mætt með tómlæti af fræðaheimi lögfræðinga. Engu er líkara en þeir sem ættu að leiða gagnrýna umræðu um stjórnskipan landsins og lagalegar forsendur fyrir ákvörðunum stjórnvalda á hverjum tíma forðist að taka til máls.“

Óli Björn segir ennfremur að stjórnmál „réttlátrar ógnunar“ séu verkfæri til að umbylta lýðræðislegu stjórnskipulagi, markmiði sem sósíalismanum mistókst að ná. „Þetta er hugmyndafræði átaka,
þar sem reka skal fleyg milli borgaranna, milli stétta, kynslóða, trúarbragða, kynþátta, kynja, atvinnurekenda og launafólks. Stjórnlyndi breytist ekki þótt það sé klætt í nýjan búning,“ segir hann enn fremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana