fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hjólar í Samtök atvinnulífsins – „Ekki aðeins full af mót­sögn­um held­ur hef­ur hún valdið ómæld­um skaða“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 5. september 2020 13:10

Halla Gunnarsdóttir - Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Gunnarsdóttir, fram­kvæmda­stjóri ASÍ, gagnrýnir Samtök avinnulífsins harðlega í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að samtökin vilji nota „gömul lyf“ til að vinna gegn efnahagslegum áhrifum COVID-19.

„Á dög­un­um var sagt frá því í frétt­um að „göm­ul lyf“ hefðu reynst vel í meðferð við Covid-19. Ekki er ólík­legt að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafi fundið sinn inn­blást­ur í þeim tíðind­um þegar þau settu sam­an um­sögn sína um breyt­ing­ar á fjár­mála­stefnu stjórn­valda. Um­sögn­in er upp­full af göml­um úrræðum en ekki raun­hæf­um hug­mynd­um til að tak­ast á við viðfangs­efni sam­tím­ans. Vand­inn er sá að ekk­ert bend­ir til þess að göm­ul lyf virki gegn efna­hags­leg­um af­leiðing­um Covid, jafn­vel þótt þau nái að vinna gegn heilsu­fars­leg­um ein­kenn­um sjúk­dóms­ins á meðan beðið er eft­ir bólu­efni.“

Halla ræðir hugmyndir Samtaka atvinnulífsins er varða skattalækkanir til fjár­magnseig­enda og fyr­ir­tækja. Hún segir að þau reyni að „nýta“ kreppuna til að sníða samfélagið að sinni hugmyndafræðilegu línu.

„Meðal þess sem SA legg­ur nú fram í op­in­berri umræðu er að Covid-krepp­an kalli á skatta­lækk­an­ir til fjár­magnseig­enda og fyr­ir­tækja, að nú sé rétti tím­inn til að saxa niður hið op­in­bera (sem á ný­máli er kallað „til­tekt í op­in­ber­um rekstri“) og að hærri at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar verði aðeins til þess að fólk nenni ekki að vinna. Með öðrum orðum þá vill SA „nýta“ krepp­una til að hanna sam­fé­lagið eft­ir þröngri hug­mynda­fræðilegri línu.“

Hún vill meina að umrædd hugmyndafræði samtakanna sé skaðleg og full af mótsögnum. Halla segir að þau ríki sem hafa skorið mest niður hjá hinu opinbera séu þau ríki sem hafi farið verst út úr COVID-19.

„Hug­mynda­fræðin sem SA vill styrkja í sessi er ekki aðeins full af mót­sögn­um held­ur hef­ur hún valdið ómæld­um skaða á hag­kerf­um og sam­fé­lög­um um all­an heim. Þannig að álita­mál er hvort þessi lyf hafi nokk­urn tím­ann virkað. Þau ríki sem fylgdu þeirri línu í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins að skera stór­lega niður við hið op­in­bera, ívilna fjár­magnseig­end­um og veikja ör­ygg­is­net sam­fé­lags­ins eru þau ríki sem koma hvað verst út úr Covid, bæði heilsu­fars­lega og efna­hags­lega. Þær alþjóðastofn­an­ir sem hafa frem­ur þjónað fjár­magni en fólki eru í hrönn­um að snúa frá þess­ari línu. Nú hvet­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn til rík­is­út­gjalda í þágu vel­ferðar og þess að verja af­komu fólks. OECD tal­ar í sömu átt og meira að segja hin ár­lega sam­koma hinna ríku og vel meg­andi í Dav­os er far­in að kalla eft­ir aðgerðum gegn ójöfnuði.“

Að lokum segir Halla að þrátt fyrir stefnubreytingar á alþjóðavett­vangi, sem byggist á rannsóknum og reynslu, þá séu Samtök atvinnulífsins ekki að baki dottinn og haldi sínu áfram. Hún segir að ákvarðanir sem teknar verða næstu misseri verði gríðarlega mikilvægar fyrir næstu ár og áratugi.

„En ein­hvern veg­inn virðist þessi stefnu­breyt­ing á alþjóðavett­vangi ekki eiga upp á pall­borðið hjá SA, þrátt fyr­ir að vera studd bæði rann­sókn­um og reynslu. Þvert á móti hef­ur SA for­herst í gömlu lyfjaræðunni, sem vinn­ur bæði gegn al­manna­hag og þörf­um stórs hluta at­vinnu­lífs­ins.

Þær ákv­arðanir sem nú eru tekn­ar í rík­is­fjár­mál­um munu hafa mik­il áhrif til framtíðar. Sam­fé­lags­skipu­lag næstu ára og jafn­vel ára­tuga mun ráðast af þeim ákvörðunum. Hlut­verk stjórn­valda á að vera að gæta al­manna­hags­muna á slík­um tím­um sem á öll­um tím­um. Ætli rík­is­stjórn­in að standa sig í því hlut­verki væri ráð að lækka í heyrn­ar­tæk­inu þegar SA hef­ur upp raust sína en hækka í því þegar sam­tök launa­fólks og al­manna­sam­tök koma sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus