fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Telur að Ballarin hafi verið beitt mismunum í hlutafjárútboði Icelandair og muni leita réttar síns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 08:01

Michelle Ballarin. Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin, telur að Ballarin hafi verið beitt mismunun í hlutafjárútboði Icelandair í síðustu viku. Hún átti hæsta tilboðið í útboðinu en það var jafnframt eina tilboðið sem var hafnað. Páll telur líklegt að Ballarin muni leita réttar síns og að annað en fjárhagslegir hagsmunir hafi ráðið afstöðu stjórnar Icelandair til tilboðsins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Páli að þau líti þessa grófu mismunun mjög alvarlegum augum og hann hljóti að skoða réttarstöðu Ballarin út frá þvi.

„Það er ekki einu sinni hægt að segja að tilboði hennar hafi verið hafnað. Því var einfaldlega ekki svarað,“

sagði hann um viðtökurnar sem tilboð Ballarin fékk hjá stjórn Icelandair. Hann sagði það einnig hafa komið mjög á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu.

„Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“

sagði Páll sem efast um að afstaða Icelandair til Ballarin hafi byggt á fjárhagslegum forsendum.

„Fyrirtækið og forsvarsmenn útboðsins þurfa auðvitað að svara því en staðreyndirnar tala sínu máli. Höfnun þeirra byggir augljóslega á öðrum forsendum en fjárhagslegum sem vekur auðvitað upp margar spurningar sem krefjast svara af hálfu fyrirtækisins, ekki síst í ljósi þess af hvaða stærðargráðu útboðið var og að um eitt af stærstu fyrirtækjum landsins sé að ræða, fyrirtæki með opinbera skráningu í kauphöll sem þar að auki hefur nýverið fengið ríkisábyrgð,“

sagði hann og bætti við að aðgerð af þessari stærðargráðu af hendi fyrirtækis sem er skráð á opinn markað og nýtur opinberrar aðstoðar þurfi að vera hafin yfir vafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“