fbpx
Miðvikudagur 25.nóvember 2020
Eyjan

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. september 2020 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var myndböndum deilt á Twitter þar sem ungt fólk vakti athygli á nýju stjórnarskránni. Myndböndin hafa vakið afar mikla athygli og mikil umræða hefur komið upp í kjölfar birtingarinnar.

Það var Twitter-aðgangur sem heitir Nýja stjórnarskráin sem deildi myndböndunum. Þar mátti sjá frægt ungt fólk að tala um kosti nýju stjórnarskrárinnar. Aron Mola, Saga Garðars, Steiney Skúladóttir og Króli eru á meðal þeirra sem tala í myndböndunum en aðal markmið þeirra virðist vera að fá fólk til að skrifa undir á undirskriftarlista um nýja stjórnarskrá. Rúmlega 21 þúsund manns hafa nú skrifað undir á listann sem er á nystjornarskra.is.

Katín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt myndbandið. Þá gaf hún í skyn að um falsfréttir væri að ræða. „Sumt fólk sem kemur fram í þessu myndbandi myndi nú láta í sér heyra ef aðrir væru að dreifa svona fake news eins og þau gera þarna,“ sagði Katrín á Twitter-síðu sinni.

„Óábyrgt hjá kjörnum fulltrúa“

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, ung kona sem hefur verið afar dugleg við að tala um nýju stjórnarskrána á samfélagsmiðlum, svarar Katrínu. „Óábyrgt hjá kjörnum fulltrúa að koma með órekjanlegt graf og hunsa margar skýrslur frá óháðum aðilum sem komast öll að þeirri niðurstöðu að þjóðin fái 13-19% af hagnaðinum,“ segir Gunnhildur.

„Hagnaður er ekki sama og auðlindarenta!“ segir Katrín þá og bendir Gunnhildi á kynningu og hvetur hana til að lesa sér til. „Katrín, þessi skýrsla sem þú notar er styrkt af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, vandræðaleg hagsmunatengsl þar sem eiginmaður þinn vinnur þar og XD tengdur þeim,“ segir Gunnhildur við því. „Við hljótum að geta sammælst um það að betra er að horfa á þær skýrslur sem óháðir aðilar gera.“

Þá segist Gunnhildur ekki ætla að fara í hagfræðilegt skilgreiningastríð við Katrínu og segir hver kjarni málsins er. „Kjarni málsins er: 1. Hagnaður útgerðarinnar er að meðaltali 44,7 milljarðar á ári eftir hrun 2. Af því er aðeins greitt 19% auðlindarrenta sem þú varst að viðurkenna.“

„Ég viðurkenndi ekki neitt,“ segir Katrín við því. „Ég benti, réttilega, á að hagnaður er ekki sama og auðlindarenta og það er farið rangt með í myndbandinu. Það er staðreynd, óháð því hver ég eða maður minn erum.“

Þá svarar Gunnhildur Katrínu aftur. „Okei beibs, skulum nota auðlindarrenta, ætla ekki að fara í skilgreiningastríð. Þjóðin fær þá 19% af auðlindarrentunni. Restin fær sjávarútvegurinn. En þú hefur ekki náð að færa rök fyrir því hvernig það er réttlætanlegt, sem er kjarni málsins og umfjöllunarefni myndbandsins,“ segir Gunnhildur og uppskar annað svar frá Katrínu. „Ég benti bara á að það er rangt farið með í myndbandinu og svo látið þið sem standið að þessu eins og það skipti engu máli hvaða hugtök eru notuð og skiptið um umræðuefni eða farið í manneskjuna. Það dregur úr öllum trúverðugleika þess sem þið segið. En gangi þér vel, beibs,“ segir Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar fyrir öryrkja

Þetta eru aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar fyrir öryrkja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti