fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Guðmundur hjólar í Sigmund – Líkir honum við stuðningsmenn Trump sem neita að nota grímu

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 8. ágúst 2020 18:30

Samsett mynd - Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar skrifaði pistil sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar velti hann fyrir sér þeim einstaklingum sem trúa því að andlitsgrímur hjálpi ekki til í sóttvörnum og hafa gert það að pólitísku álitamáli. Guðmundur ber það síðan saman við þá sem vilja gera borgarlínu að pólitísku álitamáli. Svo skrifaði hann um Sigmund Davíð, og kallaði hugsunarhátt hans „grímulaust kjaftæði“.

Hann byrjar á að fjalla um bandaríska pólitík. Hann bendir á að það hafi sýnt sig að andlitsgrímur komi í veg fyrir smit. Þrátt fyrir það hafi grímunotkun orðið að tákni demókrata og pólitískrar rétthugsunar í augum stuðningsfólks Donald Trump.

„Einhverjir undarlegustu pólitísku flokkadrættir sem um getur hafa átt sér stað víða um jarðir að undanförnu, og þó einkum í Bandaríkjunum. Vírus herjar. Sóttvarnasérfræðingar mæla með varúðarráðstöfunum. Á meðal þeirra er notkun á andlitsgrímum. Og þótt fyrst um sinn hafi vafi leikið á hvort grímurnar væru nauðsynlegar eða ekki, þá hefur vitneskjan safnast upp og þær þykja nú óyggjandi þarfaþing í kringumstæðum þar sem ekki er hægt að halda fjarlægð við annað fólk. Grímurnar geta komið í veg fyrir smit, sem er mikilvægt.

Til eru sem sagt hópar fólks sem hafa linnulaust þráast við að bera grímur. Grímur eru álitnar aðför að einstaklingsfrelsi, jafnvel tjáningarfrelsi og fyrr segist fólk vilja dautt liggja – í bókstaflegri merkingu – heldur en að bera grímu. Í Bandaríkjunum höfum við orðið vitni að því hvernig gríma hefur orðið í huga kjósenda Donalds Trump að einhvers konar tákni fyrir demókrata, hræðslu þeirra og pólitíska rétthugsun, á meðan grímuleysi hefur orðið vitnisburður frelsis og stolts þess sem ekkert hræðist, lætur ekkert stöðva sig og segir það sem hann vill.“

„Ekki er öll vitleysan eins“

Guðmundur spyr sig hvort að einhver hafi séð fyrir að grímunotkun yrði að svona svaðalegu pólitísku álitamáli og ber saman ranghugmyndina um að grímur geri ekki gagn við það þegar að fólk efaðist um bílbelti.

„Ekki er öll vitleysan eins, hugsar maður. Hver hefði getað séð fyrir að hægt yrði að gera grímunotkun í heimsfaraldri að pólitískum skotgröfum? Það væri ekki hægt að ljúga þessu. Þótt sumir hafi þráast við að nota bílbelti hér á árum áður, og yfirgripsmikil þvermóðska hafi gripið um sig meðal einstaka bílstjóra, þá varð bílbeltanotkun ekki pólitísk hér á landi né annars staðar. Það væri sambærilegt dæmi og andlitsgrímur. Íslendingar gegn bílbeltum varð blessunarlega ekki að hreyfingu hér á landi, né heldur er hreyfing Íslendinga gegn grímum að ná nokkru flugi.

Sem betur fer er Ísland þannig samfélag að við virðumst hlusta á þekkingu og vísindi og við virðumst upp til hópa reiðubúin að fórna ýmsum þægindum, áformum og daglegum hefðum með það að markmiði að sigrast sem heild á aðsteðjandi vá. Við virðumst reiðubúin að láta skynsemi ráða í veigamiklum málum þegar á hólminn er komið.“

„Strætó er okkar gríma“

Þá segir Guðmundur að ranghugmyndir líkt og þær með grímurnar, sem endi í pólitískum skotgröfum, séu til á Íslandi. Hann segir að svonaranghugmyndir komi þegar að fólk haldi að það sjálft sé miðja alheimsins. Guðmundur nefnir íslenskt dæmi um slíkt, það þegar að „Öfgahægrið“ geri Borgarlínu að pólitísku álitamáli. Miðflokkurinn hefur einmitt barist af miklum móð gegn Borgarlínu.

Að því sögðu verður þó að viðurkennast að stundum klórar maður sér í höfðinu yfir umræðunni hér á landi. Yfirvegunin er ekki allsráðandi. Í íslensku samfélagi glittir í alls konar tilhneigingar sem bera keim af álíka fásinnu og við verðum nú vitni að í Bandaríkjunum. Rauði þráðurinn er þessi: Ég er miðja heimsins. Ég ætla ekki að láta aðra skerða mitt svigrúm í samfélaginu og ég ætla ekki að breyta minni hegðun í þágu annarra og/eða heildarinnar.

Á höfuðborgarsvæðinu berjast yfirvöld í samstarfi við ríkið fyrir því að byggðar verði upp almenningssamgöngur. Það er alveg ljóst í hvað stefnir. Borgin mun kafna í bílum ef ekkert verður að gert. Fjölga þarf valkostum í samgöngum og það þarf að hafa þá valkosti umhverfisvæna. Maður hefði haldið að þetta ætti að vera sjálfsagt. En sú er ekki raunin. Andstaðan við Borgarlínu er fáránlega hatrömm. Ein leið til að fatta hvaðan svona tilfinningaþrungin andstaða kemur er að horfa á hana í samhengi við bandarísku grímuandstöðuna. Hópur fólks telur að sér og frelsi sínu vegið ef akreinum verður bætt við fyrir vagna sem flytja fjölda fólks á milli staða, en ekki fyrir bílana þeirra. Og strætó, þar að auki, er fyrir pólitískt rétthugsandi vinstralið. Öfgahægrið freistar þess hér að gera öflugar almenningssamgöngur, eins sjálfsagðar og lífsnauðsynlegar og þær eru í borgarsamfélagi, að pólitísku bitbeini. Strætó er okkar gríma.“

„Aðrir geta étið það sem úti frýs“

Að lokum ræðir Guðmundur grein sem að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins birti í Morgunblaðinu fyrir stuttu. Greinin vakti mikla atygli og var Sigmundur harðlega gagnrýndur fyrir hana. Guðmundur segir að greinin sýni ótta Sigmundar við það að breyta samfélaginu til hins betra.

Og hvað á maður að kalla það þegar ríkur hvítur flokksleiðtogi í fjölmenningarsamfélaginu Garðabæ ákveður á tímum heimsfaraldurs og fordæmalausra efnahagserfiðleika að verja tíma sínum í það að skrifa heilsíðugrein um að réttindabarátta blökkufólks í Bandaríkjunum sé enn eitt dæmið um mjög íþyngjandi, að hans viti, pólitískan rétttrúnað? Hvað eigum við að kalla það þegar svo átakanlegur skortur á samhygð og hæfileikanum til þess að hugsa um samfélagið sem heild, eða setja sig í spor annarra, leiðir fólk út í slíkan móa að það skrifar greinar sem endurspegla fyrst og síðast áhyggjur þess af því að það sjálft, í óumdeilanlegri forréttindastöðu sinni, megi ekki lengur segja það sem því sýnist um annað fólk, eða haga sér eins og því sýnist í kringum það? Þessi ótti við það að breyta þurfi samfélagi í þágu annarra. Hvað eigum við að kalla hann? Að breyta þurfi hegðun, taka strætó, bera grímu?

Sem sagt. Þetta: Ég er allt. Gæta þarf að því að mér líði vel, í fordómum mínum, tali mínu og úreltum háttum. Aðrir geta étið það sem úti frýs.

Hvað eigum við að kalla svona hugsunarhátt? Í samræmi við tímana: Grímulaust kjaftæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun