fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 10:38

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín er ekki af baki dottinn virðist vera, því í útsendingu á Facebook síðu sinni núna í morgun sagðist hann áhugasamur um pólitík og ekki útiloka pólitískt framboð í framhaldinu. „Ég er búinn að fá talsvert af símtölum frá hinum og þessum og mikið af símtölum frá blaðamönnum,“ sagði Guðmundur, „Ég er spurður hvort ég sé að fara út í stjórnmál. Ég er pólitískur og auðvitað beint framhald af þeirri hugsun að spyrja „hvað er hann að spá.““

Guðmundur segir sjálfur að áhugi blaðamanna sé engu líkara en að þeir vilji fá áframhald á „þessu,“ og vísar til þátttöku hans í íslenskum stjórnmálum. Guðmundur segist oft vera spurður hvort hann sé á leið í stjórnmál og segist hann vera pólitískur og hann hafi viljað gera forsetaembættið pólitískara og hafi verið í framboði til forseta á þeim forsendum.

Jafnframt segir Guðmundur að hann hafi vissulega sagt í forsetakosningunum að hann hafi verið í framboði til forseta á þeim tíma og hafi gefið lítið upp um frekari afskipti af stjórnmálum. Segir hann um það: „Menn geta breytt um skoðun. Það getur verið að ég fari að skipta mér meira af pólitík. Ég hef alltaf verið pólitískur og það í blóði borið, menn breyta ekkert röndunum á sér. Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Við bara hugsum málin og ég bara tek ákvörðun hvað ég geri í rólegheitum. Ég er ekkert að flýta mér. Mínir stuðningsmenn hafa haft samband við mig og ég hef haft samband við þá sem voru næstir þessu framboði og menn eru ekki á eitt sáttir við stjórn landsins.“

Guðmundur sagði „kerfið“ úr sér gengið og að það þurfi að laga það og gera breytingar af ýmsu tagi. „Af ýmsu er að taka,“ sagði Guðmundur og hélt svo langa tölu um Covid-19 faraldurinn, framhaldið í efnahagsmálum á Íslandi og önnur pólitísk mál. Tölu Guðmundar má sjá hér að neðan í heilu lagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“