fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ósáttur Gunnar Bragi lætur ríkisstjórnina heyra það – „Hverjir lifa og deyja?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 31. ágúst 2020 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendir ríkisstjórninni tóninn í pistli í Morgunblaðinu í dag. Er hann, og flokkur hans, ósáttur við viðbrögð ríkisstjórnarinnar við heimsfaraldrinum og telur aðgerðir þeirra einkennast af stefnuleysi.

„Mánuðum saman hafa ráðherrar hamrað á því að við séum ekki sloppin, veiran muni sennilega blossa upp aftur, við þurfum að gæta okkar, vera viðbúin annarri bylgju o.s.frv.“

Engu að síður hafi ríkisstjórnin farið þá leið að ráðast í kostnaðarsama auglýsingaherferð til að fá ferðamenn inn til landsins, til þess svo eins að herða aðgerðir gífurlega á landamærunum.

„Milljarðar hafa runnið úr ríkissjóði vegna faraldursins, m.a. í að auglýsa landið, plástra vinnumarkaðinn, greiða bætur, öskra í kassa, algerlega stefnulaust, algerlega áætlanalaust og algerlega án framtíðarsýnar.“

Í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi sjálf viðurkennt eftir fyrri bylgju faraldursins að allar líkur væri á að önnur bylgjan kæmi þá sé það einstaklga ámælisvert, að mati Gunnars, að hafa ekki mótað sér skýra stefnu í COVID-málum. Gunnar beinir því fjölda spurninga til ríkisstjórnarinnar og vinnubragða þeirra.

„Hvers konar vinnubrögð eru það að segjast búast við að veiran blossi upp aftur en hafa svo engar áætlanir um viðbrögð? 
Hvers konar vinnubrögð eru það að setja hundruð milljóna í að auglýsa landið en loka því svo á einni nóttu? 
Hvað á það að þýða að eyðileggja orðspor landsins með fyrirvaralausum ákvörðunum? 
Hefur ríkisstjórnin metið hvað það muni kosta okkur að missa trúverðugleika ferðasala erlendis? 
Hvers vegna ættu fyrirtæki í ferðaþjónustu að reyna að  selja ferðir til Íslands þegar óvissan er alger?“

Veltir Gunnar því fyrir sér hvernig íslenska samfélagið á að halda áfram í þessari óvissu þegar tímabundnar aðgerðir eru framlengdar á síðustu stundu og engar áætlanir liggi fyrir um framhaldið.

Miðflokkurinn hafi borið fram liðsinni sitt við þetta verkefni, sem og aðrir flokkar í stjórnarandstöðunni en því hafi verið hafnað. Sé það því lágmarkskrafa að ríkisstjórnin standi sína plikt.

„Við hljótum þá að krefjast þess að ríkisstjórnin leggi fram áætlanir um viðbrögð því veiran fer ekkert fyrr en búið er að bólusetja fyrir henni.“

Ríkisstjórnin þurfi að gera áætlanir til lengri tíma hvað varði landamæri, varðandi mögulega þriðju bylgju COVID, varðandi atvinnuleysi, stöðu heimilanna og fyrirtækja.

„Eða ætlar ríkisstjórnin að láta fjármálaöflunum eftir að ákveða hverjir lifa og deyja?“

Gunnar Bragi kallar eftir forystu fyrir þjóðina. Því ef ekkert verður af gert þá verði gengið að eignum Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins