fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Eyjan

Guðni varar við beiskju

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, varar landsmenn við að falla í beiskju eða leita að blórabögglum nú þegar grípa þarf til hertari samkomutakmarkana á ný vegna fjölgunar COVID-19 smita. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu á Facebook-síðu forsetaembættisins. Forsetinn brýnir landsmenn einnig til að sýna aðgát og skynsemi um helgina:

„Kæru landsmenn.

Á hádegi á morgun ganga í gildi nýjar og hertar reglur á mannamótum, til varnar veirunni skæðu. Ég hvet ykkur öll til að kynna ykkur þær á heimasíðunni www.covid.is og www.covid.is/tilkynningar. Ég hvet fólk líka til að sýna áfram seiglu og samstöðu í glímu okkar við vágestinn. Beiskja eða leit að blóraböggli gagnast engum í miðjum klíðum og takist okkur vel upp núna er von til þess að unnt verði að létta þessum hömlum við fyrstu hentugleika.

Ný fyrirmæli hafa að sjálfsögðu áhrif á fundi og aðra viðburði sem tengjast forsetaembættinu. Innsetningarathöfn 1. ágúst verður þannig með allt öðru og minna sniði en venja er.

Við erum öll almannavarnir og þetta er ekki innantómur frasi. Höldum áfram að þvo okkur vel um hendur, virðum tveggja metra mannhelgi utan heimilisins og notum andlitsgrímur eins og þörf krefur.

Sýnum líka aðgát og skynsemi um helgina. Því færri og minni sem fjöldasamkomurnar verða núna, því minni verða líkurnar á hópsmitum og vandræðum við að leita uppruna þeirra. Verum hluti lausnarinnar en ekki vandans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025