fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Eyjan

Segir Áslaugu bara bulla – „Sandkassaleikur sem kostar mannslíf“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 10:20

Mynd Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata er harðorður í garð Áslaugar Örnu Sigurbjörns­dóttur, dómsmálaráðherra, á Facebook-síðu sinni. Áslaug sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hygðist ásamt heilbrigðisráðherra vinna að afglæpavæðingu neysluskatta fíkniefna. Líkt og frægt er orðið lögðu Píratar fram frumvarp þess efnis, en því frumvarpi var hafnað.

„Þessi dómsmálaráðherra bullar bara: „Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira.““

Þá vitnar Björn í nefndarálit frumvarpsins, en þar kemur til dæmis fram hvernig lögregla skyldi bregðast við ef að barn væri með fíkniefni. Þá hefði orðið heimilt fyrir lögreglu að handleggja fíkniefnin, ef það samræmist hagsmunum barnsins.

– Lyf: „Minni hlutinn tekur undir þau sjónarmið að refsileysi vörslu neysluskammta eigi að taka til allra efna sem vímuefnaneytendur kunna að neyta, hvort sem um ræðir lyfseðilsskyld lyf skv. 3. gr. eða ávana- og fíkniefni skv. 2. gr. Leggur minni hlutinn því til breytingar þess efnis að varsla efna verði gerð refsilaus á sama hátt“
– Neysluskammtar: „Gildandi lög hafa að geyma reglugerðarheimild í 2. mgr. 2. gr. sem og í 1. mgr. 3. gr. Á grundvelli þeirrar reglugerðarheimildar hefur verið sett reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni auk þess sem nýjar reglugerðir hafa reglulega verið settar til að uppfæra listann um hvaða ávana- og fíkniefni falli undir listann. Minni hlutinn leggur til að bætt verði við frumvarpið nýrri reglugerðarheimild þar sem ráðherra verður gert skylt til að setja reglugerð þar sem kveðið verði nákvæmlega um hvaða magn efna skuli teljast til eigin neyslu“
– Börn: „Minni hlutinn telur því ástæðu til að bæta við lagaheimild fyrir lögreglu til þess að haldleggja fíkniefni í fórum barns þegar slíkt inngrip samræmist hagsmunum barnsins.“

Björn segir að Áslaug virðist ekki hafa lesið frumvarpið, þar sem að ekkert hafi vantað upp á. Hann segir málflutning ráðherra óheiðarlegan, auk þess sem hann að kosti mannslíf.

„Það er eins og ráðherra hafi ekki lesið hverju vinna þingsins skilaði í breytingatillögum á frumvarpið og gagnrýnir bara texta frumvarpsins eins og það var lagt fram. Það vantaði ekkert. Það var búið að bregðast við öllum ábendingum. Svona málflutningur ráðherra er beinlínis óheiðarlegur og villandi, því hún á að vita betur en þetta … en segir það samt. Það eru nákvæmlega svona stjórnmál sem halda öllu í heljargreipum (bókstaflega mtt þessa frumvarps). Svona frjálsleg meðhöndlun á staðreyndum málsins er sandkassaleikur sem kostar mannslíf, vegna þess að vandamálið er enn til staðar. Vandamál sem væri hægt að byrja að leysa ef frumvarp Pírata hefði verið samþykkt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“