fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Ætlar ekki í framboð fyrir Miðflokkinn – „Hef engan áhuga“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 12:00

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í könnun Þjóðarpúls Gallup á dögunum fékk forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson 10% stuðning fólks meðan sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson fékk 90%. Er þetta fyrsta vísindalega könnunin sem gerð er vegna forsetakosninganna.

Athygli vakti að Guðmundur, sem segist óflokkspólitískur, fékk í könnuninni langmestan stuðning frá þeim kjósendahópi sem segist styðja Miðflokkinn að málum, eða alls 55% þeirra.

Það er eini hópurinn þar sem Guðmundur fær yfir 50% stuðning.

Hann mælist með 24% stuðning þeirra sem fylgja Flokki fólksins og Sósíalistaflokknum að máli, en ekki var gefin upp nákvæm skipting milli þeirra flokka í könnun Gallup.

Engin áhugi

Eyjan spurði Guðmund hvort hann sæi fyrir sér pólitískan feril innan Miðflokksins í ljósi þessarar niðurstöðu, nái hann ekki kjöri í forsetakosningunum:

„Það er nú dálítið gaman að heyra þetta, ég hafði ekki skoðað niðurstöðurnar. En ég ætla ekki að fara í framboð fyrir Miðflokkinn, ég er ekki að fara í pólitík, ég hef engan áhuga á því. Það er mjög erfitt að breyta einhverju í gegnum Alþingi. Og ég hef engan áhuga á því,“

sagði Guðmundur og nefndi að hann væri þverpólitískur, vildi ná til stuðningsmanna allra flokka.

Ekki hlotið brautargengi

Guðmundur hefur reynt fyrir sér í pólitík, með litlum árangri. Hann var stofnandi og formaður Hægri-Grænna sem bauð fram í Alþingiskosningum árið 2013, en reyndist ekki kjörgengur þar sem hann var búsettur erlendis. Hlaut flokkurinn 3.262 atkvæði, eða 1,7 % og var hann lagður niður árið 2016.

Þá bauð Guðmundur sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningar 2016, án árangurs. Sama ár bauð hann sig fram til forseta Íslands, en dró framboðið til baka þegar Ólafur Ragnar hætti við að hætta.

Guðmundur sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í fyrra og hefur síðan tekið virkan þátt í baráttuhópnum Orkan okkar sem barðist gegn þriðja orkupakkanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun