fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður vinstri grænna virðist hafa fengið undarlega sendingu inn um bréfalúguna sína áðan. Frá því greinir hann á Facebook-síðu sinni. Það gerðist eftir að frumvarp um afglæpavæðingu vörslu fíkniefna var hafnað. Kolbeinn var einn þeirra sem kaus gegn frumvarpinu og virðist einhver hafa verið ósáttur með það og því sent honum nokkra litla poka sem innihéldu hvítt duft.

Kolbeinn virðist lýta á sendinguna sem einskonar mótmæli vegna atkvæðis síns. Hann segir að betri leiðir séu til að koma skoðunum sínum á framfæri, en svona sé pólitík dagsins í dag orðin. Hann segir þó að líklega sé ekki um fíkniefni að ræða, heldur „lyftiduft eða eitthvað álíka“

„Þetta beið mín þegar ég kom heim áðan af fundum. Ég verð að segja að ég hef fengið betri sendingar og vildi óska þess að fólk tjáði sig öðruvísi en á þennan hátt. En hingað erum við komin í pólitíkinni, það er einhvern veginn allt leyfilegt. Ég hygg að þetta sé nú bara lyftiduft eða eitthvað álíka, en ég held að það séu betri leiðir til að eiga skoðanaskipti en að setja hvítt duft í pokum inn um bréfalúgur.“

Umrætt frumvarp var lagt fram af Pírötum. Hefði það gengið í gegn hefðu refsingar við vörslu fíkniefna sem ætluð væru til eigin nota verið afnumin. Stjórnarflokkarnir ásamt Miðflokknum kusu gegn frumvarpinu. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar kusu með. Dómsmálaráðherra, ásamt forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.

Myndina af pokunum með duftinu sem Kolbeinn birti á Facebook má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk