fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Eyjan

Matarkarfan hefur hækkað töluvert á einu ári

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 -15,6% á einu ári, í átta verslunarkeðjum. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils.

Í sex verslunarkeðjum af átta hækkar vörukarfan um yfir 5%. Mest hækkaði vörukarfan í Kjörbúðinni eða um 15,6% og næst mest í Krambúðinni um 13,6%. Minnst hækkaði verðið í Tíu ellefu á tímabilinu, 2,3% og næst minnst í Iceland um 3,4%. Til samanburðar hækkaði verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs um 4,86% frá maí 2019- maí 2020.

Töluverðar verðhækkanir má finna í öllum vöruflokkum en verð á grænmeti og ávöxtum hækkaði langmest á þessu 12 mánaða tímabili. Á eftir þeim vöruflokki má sjá mestar hækkanir í flokki brauðs og kornvara og hreinlætis- og snyrtivara. Minnstar verðhækkanir voru á sykri, súkkulaði, sælgæti og drykkjarvörum.

Minnstar verðhækkanir hjá Bónus af lágvöruverðsverslununum
Þegar verð hjá lágvöruverðsverslununum er skoðað má sjá minnstar verðhækkanir í Bónus en þar hækkaði verð um 5,2% á meðan verð hækkaði um 7,9% í Nettó og 9% í Krónunni.

Vörukarfan hækkar um 15,6% í Kjörbúðinni og 13,6% í Krambúðinni
Mestar verðhækkanir voru eins og fyrr segir í Kjörbúðinni 15,6% en verslanir í þeirri keðju eru staðsettar á mörgum stöðum á landsbyggðinni. Næst mest hækkaði verð í Krambúðinni um 13,6% en Krambúðirnar eru hverfisverslanir sem eru bæði staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Vörukarfan hækkaði minnst í Tíu ellefu, 2,3% og næst minnst í Iceland, 3,4% en báðar verslanir eru þekktar fyrir langan opnunartíma. Vörukarfan hækkaði um 5,2% í Hagkaup.

Um könnunina

Vörukarfan var framkvæmd vikurnar 6.-12. maí 2019 og 18-25. maí 2020.

Verðlagseftirlitið mælir breytingar á verði vörukörfu sem getur endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, safa, auk hreinlætis- og snyrtivara. Við samsetningu vörukörfunnar voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Vogirnar segja til um hversu stór hluti tilteknir vöruflokkar eru af neyslukörfu meðal heimilis.

Verðbreytingar voru skoðaðar í eftirfarandi verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland, Krambúðinni og Tíu ellefu.
Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. Einnig er rétt að athuga að skoðuð eru þau verð sem eru í gildi í verslununum á hverjum tíma og geta tilboð á einstaka vöruliðum því haft áhrif á niðurstöðurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsetaframbjóðendur fá stuðning landsþekktra Íslendinga

Forsetaframbjóðendur fá stuðning landsþekktra Íslendinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er helsta banamein Íslendinga

Þetta er helsta banamein Íslendinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum
Hér á ég heima