fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Eyjan

Fylgi ríkisstjórnar stökkbreytist milli kannanna -„Svolítið lýsandi fyrir Ríkisútvarpið“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup naut ríkisstjórn Íslands stuðnings 60% landsmanna í maímánuði, en stuðningurinn var 48% í febrúar. Nær engar breytingar má greina á fylgi flokkanna milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 46,6%

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með tæplega 25% en 14.3% styðja VG og 7.7% styðja Framsókn.

Samfylking er næst stærst með 14,4% og Píratar mælast með 11%. Miðflokkurinn fékk 10,4% stuðning og Viðreisn 9,7%.

Flokkur fólksins fengi 4,4% ef kosið yrði nú og Sósíalistaflokkur Íslands 3,3% og næði því hvorugur flokkanna inn manni á þing.

Könnunin var ger 4. maí -1. júní og náði úrtakið til um 10,600 manns.  Þátttaka var 54%

Mikill munur á könnunum

Nokkur munur er á stuðningi ríkisstjórnar samanborið við könnun MMR frá því í síðustu viku, en þá naut ríkisstjórnin stuðnings 47% þátttakenda og samanlagður stuðningur ríkisstjórnarflokkanna mældist 41%.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, veltir vöndum yfir mögulegri skýringu:

„Þetta er nokkur munur. Skýringin getur verið sú að MMR hafi mælt fall í trausti á ríkisstjórnina á síðari hluta mánaðarins, sem Gallup nær ekki utan um vegna þess hversu þungt fyrri hluti mánaðarins vigtar í könnunum þess fyrirtækis. Þessi langi könnunartími Gallup veldur því að kannanir fyrirtækisins eru í raun orðnar gamlar þegar þær eru kynntar og fréttir af niðurstöðum fyrirtækisins virka því oft ruglandi. Könnun MMR sem kynnt var fyrir viku er t.d. nýrri könnun í raun en könnun Gallup sem kynnt var í dag. Önnur skýring gæti verið ólíkt úrtak milli fyrirtækjanna og/eða ólík vinnsla á gögnunum. Vanalega mælir Gallup meiri stuðning við ríkisstjórnina en MMR og sömuleiðis við valdaflokkanna,“

segir Gunnar Smári.

Lýsandi fyrir RÚV

Hann telur meira að marka könnun MMR og sendir RÚV pillu fyrir að sniðganga að mestu aðrar kannanir en frá Gallup:

„En almennt og yfirleitt er betra að taka mið af könnunum sem teknar eru á skömmum tíma, svipað og öll könnunarfyrirtæki fyrir utan Gallup gera. Og Gallup líka þegar nær dregur kosningum og hægt er að meta kannanir í samanburð við kosningaúrslit. Mæling á afstöðu fólks á tæpri viku gefa ákveðna mynd á tilteknum tíma, en mæling yfir heilan mánuð sýnir stöðu í tíma, sem í raun er ekki til og verður aldrei til. Það er því ekki hægt að bera reglulegar kannanir Gallup saman við neitt nema kannanir Gallup, það getur verið forvitnilegt að skoða niðurstöður fyrirtækisins yfir langan tíma, áratugi. Það er svolítið lýsandi fyrir Ríkisútvarpið að það hefur gert samning um birtingar við Gallup og kynnir kannanir þess fyrirtækis rækilega á meðan það lætur kannanir annarra að mestu fram hjá sér fara. Með þessu hefur Ríkisútvarpið komið því inn hjá sumum að kannanir Gallup séu á einhvern hátt marktækari eða merkilegri en annarra könnunarfyrirtækja, þegar það mætti frekar halda hinu gagnstæða fram.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsetaframbjóðendur fá stuðning landsþekktra Íslendinga

Forsetaframbjóðendur fá stuðning landsþekktra Íslendinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er helsta banamein Íslendinga

Þetta er helsta banamein Íslendinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum
Hér á ég heima