fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Eyjan

 „Ætla ekki að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 10:55

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrátt fyrir sjálfbæran og öflugan sjávarútveg er ekki þar með sagt að fiskveiðikerfið sé fullkomið og engu megi þar breyta. En þeir sem eru fastir í sýndarmennsku hafa aldrei komið með raunhæfar tillögur um breytingu, aðeins óljósar og óútfærðar hugmyndir um innköllun veiðiheimilda til að selja þær svo aftur á uppboði. Aðrir eru svo hugmyndasnauðir að þeim dettur ekkert annað í hug en að skattleggja greinina meira í nafni veiðigjalda og halda að það sé í þágu almannahagsmuna. Ég mun ekki taka þátt í slíkri sýndarmennsku þótt atkvæðin hrynji af mér við það. Ég ætla ekki að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins til þess að ná í fleiri atkvæði. En er opinn fyrir góðum og raunhæfum tillögum um breytingar.“

Svo skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í grein á Vísi í dag. Hann hefur átt í ritdeilu við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans um fiskveiðikerfið og Samherja.

Sjá nánar: Brynjar og Þórður í hár saman – „Ég er ekki viðkvæmur fyrir því að trufla“

Sýndarmennska

Brynjar segir að reglulega skjóti upp kollinum harkaleg og óvægin umræða um nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar, nú síðast vegna sumargjafar Samherja til barna sinna:

„Endurtekin er síbyljan um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni okkar. Hnýtt er svo við að þeir sem hafi stolið auðlindinni eða fengið gefins fari illa með hana með ýmis konar svindli og svíkist um að auki að greiða skatta til samfélagsins. Stjórnmálamenn sem byggja tilveru sína á sýndarmennsku fara þar fremstir í flokki ásamt þeim sem reka skoðanamiðla og reyna að telja okkur trú um að þeir séu frjálsir og óháðir fjölmiðlamenn, jafnvel rannsóknarblaðamenn, sem þykir fínt í þeim heimi.

Fæstir þora að andmæla rangfærslum í umræðunni vegna hræðslu um að vera sakaðir um sérhagsmunagæslu eða meta það sem svo að það sé ekki skynsamlegt fyrir pólitískan feril sinn. Stundum hefur verið sagt að góðir stjórnmálamenn kunni að spila á tilfinningar fólks. Ég hef efasemdir um gæði þeirra en kannski er það leiðin til að lifa af lengi í pólitíkinni.“

Siglir móti straumnum

Brynjar segist einnig sigla á móti straumnum með skrifum sínum, en tilgangur þeirra hafi verið að skapa vitræna umræðu um atvinnugreinina, í stað upphrópana. Segir hann svargrein sína í Kjarnanum illa tekið af Þórði og „klappstýrum“ hans:

„Eins og við mátti búast nennti enginn að ræða efni málsins heldur snerist umræðan aðallega um mannvonsku mína og skort á skilningi á tilfinningum annarra. Þessi skrif mín heita á fagmáli að sigla gegn straumnum, sem þykir ekki gott og skiptir engu máli þótt straumurinn breyti reglulega um farveg.“

Vinalaus Brynjar

Brynjar tekur fram að hann hafi engin fjárhagsleg eða persónuleg tengsl við sjávarútvegsfyrirtæki eða útgerðarmenn og hafi aðeins hitt Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, einu sinni:

„Má eiginlega segja að ég sé vinalaus. Vona að það verði breyting á þar sem sjómenn úr Eyjum hafa boðið mér á Sjómannadaginn um næstu helgi. Held að ég hafi hitt forstjóra Samherja einu sinni á ævinni og var það í tengslum við meðferð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja. Þá komst ég ekki hjá því að öðlast talsverða þekkingu á fyrirtækinu og starfsemi þess.“

Brynjar segir Samherja afleitt dæmi um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni, þar sem nánast öllum kvóta hafi verið úthlutað eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar á sínum tíma og hafi gengið kaupum og sölum samkvæmt lögum og reglum.

Hann nefnir að Samherji hafi byrjað með einn ryðdall og svokallaðan skipstjórakvóta og hafi skuldsett sig upp í topp:

„Síðan eru allir búnir að gleyma því að Samherji var skráð á markaði 1997 og alveg fram til 2005, eða þar til lífeyrissjóðir og fjársterkir aðilar töldu ekki áhættunnar virði að eiga í útgerð og færðu fjárfestingar sínar í fjármálastofnanir. Þá þurftu Samherjamenn enn einu sinni að skuldsetja sig til að kaupa hina eigendurna út.“

Þá spyr Brynjar hver staða Íslands verði ef ekki megi greiða arð, því þá muni enginn fjárfesta í áhættusamri útgerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsetaframbjóðendur fá stuðning landsþekktra Íslendinga

Forsetaframbjóðendur fá stuðning landsþekktra Íslendinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er helsta banamein Íslendinga

Þetta er helsta banamein Íslendinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum
Hér á ég heima