fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Hvað fær fólk í forsetaframboð sem það getur ekki unnið? – Guðfinnur veltir fyrir sér „Gúnda-fylginu“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. júní 2020 19:30

Guðfinnur Sigurvinsson veltir fyrir sér hugsanlegum ábata dauðadæmdrar vegferðar á Bessastaði. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nánast engin hefð er fyrir því að sitjandi forsetar fá mótframboð og enn síður ef sitjandi forsetar mælast með um og yfir 90% í ánægjukönnunum fyrir kosningar. Þó fór það svo að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, fékk mótframboð og gjörsigraði hann Guðmund Franklín Jónsson í nýafstöðnum kosningum.

En hvað er það sem fær fólk til þess að eyða tíma og peningum í slíka vegferð, þegar nánast engar líkur eru á að viðkomandi hafi erindi sem erfiði?

Ýmsar kenningar eru uppi um ástæður þær sem kunna að liggja að baki slíkri ákvörðun. Guðfinnur Sigurvinsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, viðraði sína kenningu á Deiglunni nú í morgun og vekur athygli á hreinum fjölda atkvæða og mismunandi vægi þeirra í forsetakosningum annars vegar og þingkosningum hinsvegar. Bendir hann á að forsetaframbjóðendur fá talsverða athygli, mun meiri en þingframbjóðendur og að sami atkvæðafjöldi sem dugði ekki til forsetakjörs, gæti tryggt honum þingsæti í þingkosningum. Guðfinnur skrifar:

Úrslit forsetakosninga koma engum á óvart. Ekki einu sinni þeim frambjóðanda sem tapaði enda vegferðin til Bessastaða vonlaus frá upphafi. Forsetakosningar af þessum toga geta hins vegar verið ágætis mælikvarði á persónufylgi og fylgi við frambjóðanda í einstökum kjördæmum. Auk þess fær forsetaframbjóðandi mun meiri tíma, kynningu og athygli í fjölmiðlum en hann fengi í öðrum kosningum, til dæmis í Alþingiskosningum. Fyrir forsetakosningar hafði Guðmundur Franklín Jónsson helst verið þekktur fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar um menn og málefni og fylgisleysi Hægri grænna stjórnmálaflokks sem hann stofnaði á eftirhrunsárunum.

Guðmundur kom fram í viðtölum á kosninganótt og vakti athygli hversu glaðleitur og brosmildur hann var, sér í lagi í ljósi þess að hann hafði þá nýlega verið gjörsigraður. Stangaðist brosmildi hans á við fyrri yfirlýsingar Guðmundar um að vera búinn að pakka í töskur og undirbúa flutning á Bessastaði.

Það virtist koma mörgum á óvart hversu kampakátur frambjóðandinn Guðmundur Franklín var þegar niðurstaðan lá fyrir í ljósi þess að hann hafði verið straujaður af forseta lýðveldisins. Skoðum aðeins nánar. Þegar upp er staðið hlaut Guðmundur 12.797 atkvæði á landsvísu. Hvers virði væri það í öðru samhengi?
Í Alþingiskosningunum 2017 hlaut Flokkur fólksins 13.502 atkvæði á landsvísu og Viðreisn 13.122 atkvæði. Það skilaði hvorum flokki fyrir sig fjórum þingmönnum. Samfylkingin fékk 10.893 atkvæði árið 2016 og þrjá þingmenn kjörna.
Þannig getur Gúnda-fylgi hæglega dugað til að ná fótfestu í íslenskum stjórnmálum. Guðmundur Franklín segist vera „alveg rífandi glaður” að loknum forsetakosningum. Hann segist hafa viljað vekja fólk til umhugsunar og beina athygli þess að baráttumálum sínum. Málum sem eru öll í eðli sínu rammpólitísk.

Reyndar hefur Guðmundur lýst því staðfastlega yfir að hann ætli sér ekki feril í flokkspólitík hér á landi og hyggist ekki á framboð. Hvort það verði raunin vitum við að sjálfsögðu ekki, en af greiningu Guðfinns er ljóst að hann gæti vel átt framtíð fyrir sér þar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun