fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 27. júní 2020 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er líkt og flestir vita kosið í embætti forseta Íslands. Guðni Th Jóhannesson, sitjandi forseti og Guðmundur Franklín Jónsson, mótframbjóðandi hans etja kappi. Þónokkrar skoðanakannanir hafa verið gerðar, en þær spá fyrir um sigurvegara kosninganna. Hér verður farið yfir niðurstöður þeirra.

Gallup og MMR

Í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup kom fram að ætla rúmlega 93% þeirra sem tóku afstöðu hygðust kjósa Guðna á meðan að tæplega 7% hygðust að kjósa Guðmund. Um var að ræða netkönnun sem að var gerð dagana 11. til 18. júní.

Þann 19. júní spurði MMR út í traust til forsetans. Það var sem sagt ekki var spurt út í sjálfar kosningarnar, en niðurstöður gætu þó gefið einhverjar vísbendingar um kosningarnar. Þar kom fram að traust til Guðna væri 79.9%. 7.7% voru óánægðir og 12.4 voru hvorki ánægð, né óánægð.

Þær kannanir sem nú hafa verið nefndar þykja eflaust talsvert vísindalegri en þær sem má lesa um hér að neðan og voru gerðar af fjölmiðlum.

DV, Stundin og Útvarp Saga

Úrslit úr netkönnun DV birtist þann 26. maí. Þar var fólk spurt út í hvern það hygðist kjósa í kosningunum. Í niðurstöðunum mátti sjá Guðna hljóta 49% atkvæða, á meðan að Guðmundur fékk 44%. Aðrir sögðust óákveðnir, ætla að skila auðu, eða sitja heima. Alls tóku  27115 IP tölur þátt. DV tók skýrt fram að umrædd könnun væri ekki vísindaleg og því skyldi varast allar ályktanir.

Í netkönnun Stundarinnar var fólk spurt út í hvor frambjóðandinn hefði staðið sig betur í kappræðum sem fram fóru á Stöð 2, þann 11. júní. Þar sögðust 50% ætla að kjósa Guðmund, 36% Guðna. Aðrir sögðust aðrir óákveðnir eða ekki ætla að svara. 17542 atkvæði voru greidd í þeirri könnun. Ritstjórn Stundarinnar kom því einnig á framfæri að könnun sín myndi seint teljast marktæk.

Niðurstöður úr netkönnun Útvarps Sögu voru birtar í gær. Samkvæmt þeirri könnun fær Guðmundur 75.2% atkvæða, en Guðni einungis 21.6%. Í þeirri könnun voru greidd 1144 atkvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun