fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sakar Icelandair um að ljúga og svíkja endurgreiðslur -„Viðskiptavinir eru látnir fjármagna félagið“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri ViðskiptaMoggans, fer hörðum orðum um Icelandair í skoðanadálki blaðsins í dag.

Hann segir að þeir viðskiptavinir sem keypt hafi ferðir hjá félaginu fái aðeins inneignir í stað þess að fá endurgreitt, þó þeir eigi rétt á endurgreiðslu lögum samkvæmt og að skýringar Icelandair á töfum vegna endurgreiðslna séu ósannar:

„Fáir hafa fengið endurgreitt frá Icelandair frá því um miðjan mars. Félagið segir ósatt þegar það heldur því fram að álag á skrifstofum félagsins valdi töfunum. Hið rétta er að sviðnir viðskiptavinirnir eru látnir fjármagna félagið. Það er hins vegar ekki þeirra hlutverk. „

Skammgóður vermir

Stefán segir að inneignirnar sem félagið vilji ekki endurgreiða séu notaðar til að fjármagna starfsemi Icelandair, en rekstur félagsins hefur sem kunnugt er staðið á brauðfótum í kjölfar covid-19.

Hann telur þó að inneignirnar gætu komið flugfélaginu í koll síðar meir:

„Hlaðast þær inneignir nú upp sem skuld í bókum félagsins og ljóst að það mun þurfa að fljúga með þúsundir farþega til og frá landinu á komandi misserum án þess að hljóta frekari greiðslu fyrir. Það verður mögulega léttvægt fyrir félagið meðan eftirspurn helst veik en mun reyna meira á þegar sætanýting tekur að aukast á nýjan leik. Hins vegar hafa þúsundir farþega krafið félagið um endurgreiðslu, sem þeir eiga skýlausan rétt til. Nemur endurgreiðslukrafan milljörðum króna nú þegar. Samkvæmt lögum ber félaginu að endurgreiða miðaverðið að fullu innan sjö daga frá því að krafan þar um er lögð fram. Fáir hafa fengið endurgreitt frá Icelandair frá því um miðjan mars.“

Beiðni um endurgreiðslu

Neytendur eiga rétt á því að fá pakkaferðir endurgreiddar innan 14 daga frá því hún er felld niður og flug  innan sjö daga frá niðurfellingu.

Á heimasíðu Icelandair gefst viðskiptavinum færi á að sækja um endurgreiðslu. Þar er hún sögð í boði að hluta, eða í heild:

„Ef þú sérð þér ekki fært að nýta bókaðan flugmiða gefst þér kostur á að fá fargjaldið endurgreitt, að heild eða hluta.

Við reynum að afgreiða allar endurgreiðslur innan skamms tíma, en í ljósi núverandi aðstæðna og þess mikla fjölda fyrirspurna sem okkur hefur borist, má búast við verulegum töfum á afgreiðslu þessara mála. Því er sennilegt að þú fáir endurgreiðsluna síðar en myndi alla jafna vera raunin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun