fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Eyjan

Sýndarmennska að hafna fálkaorðunni – „Þeir úthluta því fálkaorðunni til sjálfs síns í hljóði“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 9. maí 2020 13:28

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir það sýndarmennsku og tildur að segjast hafa hafnað fálkaorðunni. Í framkvæmd sé ferlið við veitingu orðunnar með þeim hætti að ekki er hægt að hafna henni.

DV greindi í gær frá því að forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefði afþakkað fálkaorðuna, en nokkur hefð er fyrir því að sú orða sé veitt forsætisráðherrum landsins.  Aðrir sem hafa hafnað henni í þessu embætti eru Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Hermannsson

Sjá einnig: Katrín hafnaði fálkaorðunni

Davíð víkur að þessari frétt í Reykjavíkurbréfi sínu þar sem hann bendir að að fálkaorðan gerði ekki neinum mein. Um nokkuð meinlaust virðingartákn væri að ræða sem fylgdu engin veruleg útgjöld og engin sérstök fríðindi. Eðlilegt sé að embættismenn á borð við forsætisráðherra eigi slíkar orður til að bera við hátíðartilefni.  Hins vegar sé vinsælt að tala niður til fálkaorðunnar.

„Af einhverjum ástæðum þykir sumum flott og jafnvel stórmannlegt að hnýta ónotum í hana“ 

Orðan er veitt tvisvar á ári í látlausri samkomu á Bessastöðum. Slíkt heyri varla til tíðinda og fari ekki mikið fyrir þessum veitingum í fréttaflutningi. „En það hefur nokkrum sinnum gerst að frétt hafi verið um að einhver hafi „hafnað“ fálkaorðunni og er slíkri frétt þá iðulega slegið meira upp en hinni um þá 15-20 sem fengu orðuna. Slík frétt getur ekki komið frá neinum nema þeim sem telur sig hafa hafnað orðunni.“ Síðasta setning Davíðs vísar þarna til þess að sökum þess hvernig ferlið við veitingu orðunnar sé, þá geti það aðeins verið sá aðili sem heldur því fram að hann hafi hafnað orðunni, sjálfur sem greini frá því. Ef hann gerði slíkt ekki væri engin frétt þar sem enginn myndi þá vita að þessi tiltekni einstaklingur hefði átt að fá orðuna en sagt nei.

Ekki hægt að hafna orðunni

Davíð bendir á að hann hafi nokkra þekkingu á þessu ferli eftir rúmlega áratug sem forsætisráðherra. „Forsætisráðherra skipar 4 af 5 mönnum í orðunefnd og bréfaritari fylgdist því allvel með þessum málaflokki sín 13 ár í því embætti,“ skrifar Davíð og rekur ferlið.

Nefndin fer yfir tillögur og hugmyndir um hverjir ættu að hljóta orðuna, finna þar álitlega einstaklinga og kanna síðan í trúnaði hjá þeim einstaklingum hvort þeir sjái eitthvað því til fyrirstöðu að þeir hljóti orðuna. „Ef hins vegar slík athugun sýnir að augljóst sé að einstaklingi væri ekki þægð í því að vera veitt orða er ekki nokkur maður í orðunefnd eða við embætti forseta sem hefði hug á að halda slíkri hugmynd fram. Viðkomandi er því í raun alls ófær um að hafna orðunni.“

Ferlið sé því slíkt að það gefist mörg færi á að tilkynna nefndinni að enginn áhugi á að veita orðunni viðtöku sé til staðar, og líklegast að sá vilji kæmi í ljós áður en endanleg ákvörðun um orðuveitingu sé tekin. Því sé í rauninni ófært að tala um að hafna orðunni, nema með einbeitum vilja.

Davíð telur það því vissa sýndarmennsku þegar fólk stærir sig af því að hafna orðunni. Og í tilfelli forsætisráðherra þá sé það tæknilega svo að hann hafi úthlutað fálkaorðunni til sín, bara til að afþakka hana. Allt í sýndarskyni.

„En þeir eru auðvitað til sem iða í skinninu að slá sér upp í sínum hópi með því að sýna að þeir, ólíkt öðrum og minni mönnum séu hafnir yfir tildur […] Á öllu veltur að koma því á framfæri að þeir hafi hafnað orðunni. Þeir úthluta því fálkaorðunni til sjálfs síns í hljóði og hafna henni svo með hávaða. Og fá þannig miklu meira „kikk“ út úr gerningnum en hinir sem taka kurteislega á móti við viðhöfn á Bessastöðum. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

BÍ segir sig úr Alþjóðasambandi blaðamanna – „Ekki auðveld ákvörðun“

BÍ segir sig úr Alþjóðasambandi blaðamanna – „Ekki auðveld ákvörðun“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Árni stýrir Orku náttúrunnar

Árni stýrir Orku náttúrunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vísa ávirðingum Eflingar „til föðurhúsanna“ – Beita hvorki þrýstingi né hótunum

Vísa ávirðingum Eflingar „til föðurhúsanna“ – Beita hvorki þrýstingi né hótunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Már skipaður ferðamálastjóri

Arnar Már skipaður ferðamálastjóri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar og fordæmir vinnubrögð ríkissáttasemjara

Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar og fordæmir vinnubrögð ríkissáttasemjara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ríkissáttasemjari grípur fram fyrir hendur Eflingar og leggur miðlunartillögu í dóm félagsmanna

Ríkissáttasemjari grípur fram fyrir hendur Eflingar og leggur miðlunartillögu í dóm félagsmanna