fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Gunnlaugur segir forsetakosningar nauðsynlegar – „Efnahagslegu stórslysi var forðað með þessari ákvörðun“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 30. maí 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Auðunn Juliusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar og einn þekktasti langhlaupari þjóðarinnar skrifaði færslu á Facebook í morgun þar sem hann ræðir komandi forsetakosningar. Hann telur gott að það séu kosningar í vændum, það sé mjög mikilvægt fyrir lýðræðið.

„Það verða forsetakosningar í vor. Það er fínt að mínu mati. Það hafa allir, sem sækja umboð sitt til almennings til einhverra verka, gott af því að að störf þeirra séu sett undir mæliker með ákveðnu millibili. Það er hryggjarstykkið í lýðræðissamfélögum. Lýðræði er ekki sjálfgefið. Vafalaust munu einhverjar aurslettur fjúka þegar nær kosningum dregur. Það er bara eins og gengur. Að mínu mati er lágflug umræðunnar þó mest þegar hamrað er á því að það eigi bara alls ekki að kjósa. Fyrir því eru nefndar ýmsar ástæður. Þegar allt um þrýtur þá er borið fyrir sig kostnaði við kosningarnar. Slík viðhorf vega harkalega að hornsteinum lýðræðisríkisins.“

Gunnlaugur varpar fram nokkrum spurningum sem gefa sterklega í skyn að besta leiðin til að meta hæfni forseta sé einmitt með kosningum.

„Hvernig á að meta það hvort þjóðkjörinn aðili hafi staðið sig vel í starfi eða ekki nema með kosningum? Eiga þeir sem hæst hafa að stjórna því mati? Á að taka afstöðu um slíkt með skoðanakönnunum? Hver myndi síðan taka sér slíkt alræðisvald að taka ákvörðun um að nema stjórnarskrána úr gildi að þessu leyti? Hvað veit ég?“

Að lokum hrósar hann fyrrverandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir sína forsetatíð, en hann segir að hann hafi gert vel með því að gera embættið pólitískt. Gunnlaugur segir að mikilvægasta hlutverk forseta sé að vera einskonar öryggisvörður.

„Það má nefnilega ekki gleyma því að Ólafur Ragnar Grímsson gerði forsetaembættið hápólitískt, sem betur fer. Hann vísaði Icesave samningunum í þjóðaratkvæði og það ekki einu sinni heldur tvisvar. Það var reyndar gert við litlar vinsældir ráðandi afla þess tíma.   forsetans. Það sýndi bæði endanleg gerð samninganna og síðan niðurstaða Evrópudómsstólsins. Að mínu viti hefur reynslan sýnt að eitt mikilvægasta hlutverk sitjandi forseta hverju sinni sé að gegna hlutverki öryggisvarðar í þeim málum sem varða almannaheill í hinu stóra samhengi. Því eru forsetakosningar nauðsynlegar, bæði til að fá umræðu um hvernig hefur til tekist svo og til að móta áherslur embættisins inn í framtíðina. Hvernig atkvæðinu verður varið er svo bara allt annað mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis