fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Guðmundur Franklín segist ætla að lækka laun forseta um helming

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. maí 2020 15:35

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist ætla að virkja 25. grein stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að að forseti geti lagt fram frumvörp til Alþingis, og lækka laun forseta Íslands úr  2.985.000 kr. á mánuði í 1.492.500 kr.

Hefur Guðmundur þegar skrifað upp frumvarpið eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Getur forseti gert þetta?

Guðmundur segir í myndbandi og færslu á Facebook-síðu framboðs síns að fyrsta verk hans verði að virkja 25. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að forseti geti lagt fram lagafrumvörp, og lækka laun forsetans um 50%.

Tuttugasta og fimmta grein stjórnarskrárinnar er orðrétt: „Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.“

Þrettánda grein stjórnarskrárinnar kveður hins vegar á um að ráðherra framkvæmi vald forseta: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“

Ágreiningur er um hvort hægt sé að virkja 25. greinina vegna 13. greinarinnar. Er þar skemmst að minnast að forseti hefur þrisvar beitt 26. gr. stjórnarskrárinnar og neitað að skrifa undir lög. Hún hljóðar svo:

„Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“

Ágreiningur er um hvort hægt sé að virkja 25. gr. í raun. Þrettánda greinin hefur ekki komið í veg fyrir að 26. gr. væri virkjuð en nokkur eðlismunur er á því hvað 25. og 26. gr. fela í sér, þar sem sú fyrrnefnda snýst um athöfn, að semja og láta leggja fram lagafrumvarp á Alþingi, en sú síðarnefnda um ákveðið athafnaleysi, að synja um undirskrift á lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins