fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Eyjan

Stjórnarþingmaður tekur upp hanskann fyrir Svandísi

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, virðist vera fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að koma Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til varnar á samfélagsmiðlum eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gagnrýndi hana harkalega í Kastljósinu í gær.

Taldi Kári að Svandís hefði sýnt af sér hroka barnungrar stúlku, fyrir að leita ekki til sín um aðstoð við skimun á Keflavíkurflugvelli áður en hún tilkynnti um þann möguleika í Kastljósinu í fyrradag og hafa ekki þakkað Íslenskri erfðagreiningu fyrir vinnuna undanfarnar vikur í kórónuveirufaraldrinum, á blaðamannafundi þríeykisins þrusugóða.

Sagðist Kári því efins um að hann myndi vilja aðstoða við skimunina ef verkefnið væri á höndum ráðuneytis Svandísar.

Athygli vekur að ekki hefur borið mikið, ef nokkuð, á stuðningsyfirlýsingum til Svandísar frá stjórnarþingmönnum eða þingmönnum VG í dag og sjálf hefur Svandís kosið að tjá sig ekki um málið.

Ekki alltaf sama fagmennskan

Kolbeinn skrifar færslu á Facebook nú um eftirmiðdaginn þar sem hann tekur þó upp hanskann fyrir Svandísi og gerir lítið úr móðgunargirni Kára Stefánssonar meðan hann hampar flokkssystur sinni fyrir fagmennsku:

„Mér skilst að samfélagsumræðan í dag snúist um það hvort nafntogaður karl sé móðgaður eða ekki. Mér er nokk sama um móðgunargirni umrædds karls, en það er enginn einstaklingur svo merkilegur að móðganir viðkomandi eigi að vera helsta umræðuefni heils samfélags. Um það nenni ég því ekki að fást meira, en um Svandísi Svavarsdóttur sem ráðherra gildir öðru máli. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel í því ástandi sem ríkt hefur síðustu mánuði (sem og reyndar í öðru), eins og ég hélt reyndar að væri almenn skoðun. Ekki þarf hún að trana sér fram, heldur gefur fagfólkinu sviðið. Verst að ekki sýna allir sem taka þátt í umræðunni af sér sömu fagmennsku og hún.“

Svandís hefur ekki viljað tjá sig um málið, en Kári hitti forsætisráðherra ásamt Þórólfi sóttvarnarlækni  í dag þar sem sverðin virðast hafa verið slíðruð og virðist Katrín og Þórólfur hafa fengið Kára til að skipta um skoðun varðandi hvort ÍE myndi hjálpa til við skimunina, en forsætisráðuneytið mun sjá um verkefnið í stað heilbrigðisráðuneytisins.

Kári tók þó fram eftir fundinn að ÍE væri ekki hluti af langtímalausn varðandi skimun, en bæri skylda til þess að leggja sitt af mörkum.

Sjá einnig: Kári reiður út í Svandísi

Sjá einnig: Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára

Sjá einnig: Katrín hjó á hnútinn og kallaði Kára í Stjórnarráðið

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“